Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 35

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 25 lögð fram til kynningar.

Verktaki er að vinna í garði við að raða flokk 5 að innanverðu og gera klárt í 4 flokk í haus. Unnið er í námuvinnslu á svæði 2C, 4A og sunnan við 4A. Samkvæmt borskýrslum er búið að sprengja um 283 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og búið að keyra út í garð um 266 þús. og á lager um 85 þús. m3 (inn í tölu er líka fyrir Landeldi). Samkvæmt borskýrslum eru komnir um 250 steinar í 1 fl. og 1103 í 2 fl. Engin talning síðan 7.12. Áætlað heildarmagn í grjótflokki 1 er 520 steinar eða um 31% sem þarf og í flokki 2 um 60%. Áætlað að komið sé nóg í flokk 3.
Búið er taka úr garði um 4000 í m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslur til 12.12. 2022. Dagskýrslur komnar til 20.12. 2022.
Á næstu tveimur vikum er stefnt að því að unnið verður við frágang að innanverðu í sniðum C og D. Keyrt verði út í garð um 8 þús. m3 og sama magn unnið í námu. Unnið verður við grjótvinnslu á svæði 2C og upphreinsun á svæði sunnan við 4A.
Búið að mala um 9,2 þús. m3 (alls 31 þús. m3) fyrir Landeldi og 4,6 þús. m3 fyrir Þorlákshöfn í þessari umferð. Efnið er tekið úr námu.
Áætlað magn á lager Landeldis um 30 þús. rúmmetrar. Ekki farið í Hafnasandsnámu fyrr en í mars.
74 tonna vélin er komin á verkstað, kom 14.12. 2022.
Verktaki er á undan áætlun í garði en eftir í námu. Tekið var jólafrí frá 2022.12.20 til 2023.1.2.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundargerð 12 lögð fram til kynningar.

Verktaki er búinn að fullreka niður 105 plötur. Stagbiti er kominn að plötu 98 yfir 158 metra. Búið er að taka upp 90% fríholtum. Búið er að brjóta upp 150 metra af kantbita. Rífa upp 4500m2 af malbik, djúpþjappa 20 skipti, kominn eru niður 33 stög þar af 9 stutt og 24 löng. Uppúrtekt áætluð 5500 m3 og búið endurfylla um 4700m3. Skurður stálþils 140 metra. Stigar komnar á verkstað. Ný fylling 310m3. Steyptur biti yfir gamla stagbitann 36m. skoðast. Steypa í stagbita komin að pl. 54 um 3,5m3, jarðvinna 40m og vinkil un 40m, steyptur kantbiti 25m, járnin í 30 m til viðbótar, steypumót um 57m2.
Fyrir næsta verkfund verða búið að koma 8 stögum niður til viðbótar pl. 80, búið að djúpþjappa að pl. 76 , búið að steypa stigabil 2 og byrjað á þilrekstri.
Miðað við samþykkta verkáætlun er verktaki rúmum 2 mánuðum á eftir áætlun.
Dagskýrslur komnar til nóvemberloka.
Verktaki gerir ráð fyrir að byrja á rekstri fyrir jól.
Kanttré og pollar eru tilbúnir. Frí milli jól og nýárs.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2301015 - Geymslusvæði innan hafnarinnar
Lagt er fyrir nefndina minnisblað um stöðu geymslusvæða innan hafnarinnar.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
4. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2023.
1. Nýr leiksskóli
2. Stækkun grunnskóla
3. Ný rennibraut
4. Breytingar innanhús Hafnarberg 1
5. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn
6. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki
7. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut
8. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
9. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
10. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
11. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut
12. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða
13. Lýsing gangbrauta
14. Frágangur opinna svæða
15. Kantsteinn og gangstétt
16. Framkvæmdir Egilsbraut 9
17. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
18. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun

Afgreiðsla: Lagt fram.

1. Nýr leiksskóli. Unnið er við gerð útboðsganga fyrir 4 fullgerðum deildum til útboðs. Gögn ættu að vera tilbúin í febrúar
2. Stækkun grunnskóla. Þarfagreining og heildaryfirlitsmynd unnin á árinu
3. Ný rennibraut, beðið er niðurstöðu kærunefndar útboðsmála.
4. Breytingar innanhús Hafnarberg 1. Arkís er að vinna tillögu að breytingum
5. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í mars
6. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í mars
7. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í mars
8. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi. Verið að taka upp úr og fleyga í grjótsvelg við Selvogsbraut og lögnum út úr götu á gatnamótum Selvogsbrautar og Bárugötu vestast. Eftir er að klára sprengingar í syðsta hluta Bárugötu og Gyðugötu verður haldið áfram með þær í janúar. Búið að leggja skólplögn og sanda yfir í Selvogsbraut, frá tengistað S2 og til vesturs að S4 og fylla undir vatnslögn. Er að klárast að leggja skólplögn að S5. Búið að leggja heimæðar í Selvogsbraut. Búið að grafa og fleyga hitaveituskurði í Selvogsbraut hjá Sambyggð og sanda undir hitaveitu og setja niður pípur í skurð, Búið að sanda skurð undir hitaveitu í efri hluta ofan Setbergs að vinnubúðum.
9. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Verið er að fullvinna teikningar og magnskrár. Gert er ráð fyrir að verktaki haldi áfram þegar vinnu við áfanga 11 klárast mars-apríl
10. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Verið er að vinna útboðsgögn, verkið boðið út í mars
11. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut. Hönnun gatnalýsingar liggur fyrir frá Suðurstrandarvegi að Laxabraut 5. Verið er að vinna magnskrá, verklýsingu fyrir jarðvinnukaflann ásamt heildarkostnaðaráætlun. Útboð ætti að geta farið fram í mars-apríl
12. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða. Hönnun liggur fyrir með þeim breytingum sem búið er gera eftir ábendingar íbúa við Skálholtsbraut. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út mars-apríl.
13. Lýsing gangbrauta. Lokið er við að setja upp lýsingu við gangbrautir gatnamót Hafnarbergs-Egilsbraut. Ljós verða sett við gangbraut á Hafnarberg milli skóla og leikskóla og á Hafnarberg við 30km hlið (við Knarrarberg). Unnin verður áætlun um fleirri staðsetningar fyrir lýsingu t.d. Sambyggð, Selvogsbraut ofl.
14. Frágangur opinna svæða. Verið er að magntaka næstu svæði sem unnin verða á þessu ári. Haldið verður áfram með svæði meðfram Ölfusbraut ásamt hluta svæðis við enda búðarhverfis.
15. Kantsteinn og gangstétt Klettagljúfur. Haldið verður áfram með lokafráfang í sumar
16. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Lokið er við uppsteypu viðbyggingar. Búið er að setja stálbita í þak og verið er að vinna í að koma þaksperrum fyrir. Breytingar innanhús er komnar vel á veg. Gert er ráð fyrir að fjarlæga hellur af göngum fyrir framan íbúðir og steypa gólfið í staðin.
17. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Hönnun seinkaði aðeins, gert er ráð fyrir að hægt verði að leggja gögn fyrir í nefnd í feb-mars og bjóða verkið út.
18. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Búið er að útvíkka heildarsvæðið í samræmi við aðalskipulagið sem gefur betri heildarmynd. Gert er ráð fyrir að skipta því í 3 framkvæmda áfanga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?