Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 330

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.06.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004050 - Forsetakosningar 2020.
Framlagning kjörskrár.
Bæjarráð samþykkir kjörskrá vegna forsetakosningar 2020.

Bæjarráð hefur samið kjörskrá vegna forsetakosninga 2020 á grundvelli kjörskrárstofns þjóðskrár. Bæjarráð samþykkir tilgreinda kjörskrá og felur bæjarstjóra að undirrita hana.
2. 2006035 - Fasteignaskaskattsálagning 2021.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem þau vísa áskorun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til sveitarstjórna. Áskorunin snýr að því að álagningarprósentur sveitarfélaga á komandi ári verði lækkaðar sem nemur að lágmarki hækkun fasteignamatsins milli ára. Sérstaklega er þar vísað til lækkunar fasteignamats á atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
3. 2006028 - Hafnarskeið 21. Forkaupsréttur.
Samþykkt að vísa erindinu til framkvæmda- og hafnarnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?