Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 45

Haldinn í fjarfundi,
27.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hallfríður Snorradóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Harpa Vignisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elsa Þorgilsdóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar
Á fundinn mættu einnig þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Bjarney Björnsdóttir frá Hjallastefnunni.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004060 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skóladagatal 2021-2022.
Aðstoðarskólastjóri kynnti skóladagatal Grunnskólans í Þorlákshöfn fyrir næsta skólaár.

Skóladagatalið er samþykkt einróma.
2. 2103062 - Fjölgun íbúa og áhrif á skóla sveitarfélagsins.
Lagt var fram til kynningar minnisblað um leikskólaþjónustu sem unnin var af starfsmönnum bæjarskrifstofu.
Í minnisblaðinu er fjallað um tvær færar leiðir varðandi viðbrögð við fjölgun íbúa og skilur þar á milli hvort
a) fyrst væri ráðist í stækkun á Bergheimum eða b) nýbyggingu leikskóla í nýju hverfi vestan byggðarinnar.
Aðstoðarleikskólastjóri greindi frá samræðum á fundi með starfsmönnum þar sem leikskólastarfsmenn og stjórnenur leggja áherslu á að fyrsta skrefið verði uppsetning á lausum stofum og tryggja þannig sem minnst rask í húsi.
Gild rök mæli með því að reyna að halda öllu raski í lágmarki.
Margrét Pála tók undir þau sjónarmið og lagði áherslu á að slíkt rask hefði áhrif á það hvernig gengi að mæta hagsmunum barnanna á sama tíma. Slíkt rask reynir mikið á starfið með börnunum. Færanlegt húsnæði hefur reynst mjög vel á Hjalla.
Fulltrúi foreldra tók jákvætt í þessar tillögur og útfærslu b) með vísan til sömu sjónarmiða.
Það sama kom fram hjá fulltrúa starfsmanna það sé jafnframt jákvætt að fá val fyrir foreldra og starfsmenn um stefnu og form á leikskóla.
Kjörnir fulltrúar voru allir á sama máli og tóku undir það sem fram hafði komið um að heppilegt sé að fara í byggingu á nýjum leikskóla áður en farið yrði í framkvæmdir á Bergheimum.
Hjá fulltrúum foreldra kom fram ábending um heppilegt væri að tryggja gott samstarf og hugmyndavinnu með foreldrum varðandi hugmyndafræði sem lögð væri til grundvallar á nýjum leikskóla og að sú vinna héldist í hendur við hönnunarvinnu á skólanum.
Mikilvægt sé að eiga gott samtal og samvinnu við foreldra um þessa þætti.

Eftirfarandi bókun síðan lögð fram og samþykkt samhljóða.

"Fræðslunefnd telur að báðar þær leiðir sem lýst er í minnisblaðinu séu færar og geti verið börnum í sveitarfélaginu til hagsældar.
Á það skal þó bent að með því að velja leið b, þ.e. byrja á framkvæmdum við nýjan leikskóla þá fá foreldrar aukið val um þá þjónustu sem þeir kjósa fyrir börnin sín.
Að sama skapi myndi fagfólk hafa aukið val um vinnustað og Bergheimum sem vinnustað væri hlíft við því að mikil röskun verði á starfinu þar í bráð.
Það kann að vera heppilegt þar sem álagið hefur verið mikið undanfarið ár vegna utanaðkomandi þátta og breytinga á starfinu þar.
Fjölskyldu- og fræðslunefnd leggur því til að leið b komi sérstaklega til frekari skoðunar við frekari útfærslu hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Samþykkir nefndin að sú leið verði farin við fjölgun leikskólaplássa í sveitarfélaginu".

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?