Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 72

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna landsins Akurgerði. Landeigandi fer þess á leit að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
2. 2405090 - Hraunstjörn og Hraunsland nýtt DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hraunstjörn og Hraunsland. Á svæðinu er hraun sem rann eftir ísöld og er því friðað samkvæmt náttúruverndarlögum. Byggingarreitum hefur verið fundinn staður þar sem hraunið er gróið og hefur takmarkað verndargildi.
Afgreiðsla: Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar vatnsveitu. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010, um leið og samþykki stjórnar vatnsveitu liggur fyrir.
3. 2405085 - Athafnasvæði - smækkun skipulagssvæðis óv. br. DSK
Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á fyrri fundi er lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis. Breytingin felur í sér að skipulagssvæðið er smækkað svo það skarist ekki á við deiliskipulag Móa miðsvæðis en í því skipulagi var ráðgert að staðsetja bílastæði á þeim hluta sem felldur er nú brott.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2405110 - Stækkun lóðar Vesturbakki 12 - óverul. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna stækkunar á lóðinni Vesturbakka 12. DSK breytingin felur í sér kvöð um að sett sé skjólgirðing á lóðamörkum er snúa í norður. Skjólgirðing verður með sama útliti og skjólgirðing við vesturenda Vesturbakka.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2405092 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2024
Umhverfisstjóri kemur inn á fundinn og kynnir umhverfisverðlaun Ölfuss 2024
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna.
6. 2404122 - Sameining og stækkun lóða First Water við Laxabraut
First Water hafa óskað eftir því að endurskipuleggja lóðir sínar við Laxabraut. Einnig óska þau eftir að lóðirnar verði stækkaðar til suðurs, svo þær nái yfir væntanlega vatnstökuholur og til norðurs svo þær nái alveg að Laxabraut. Framkvæma þarf breytinguna í tveimur áföngum. Þessi áfangi snýr að því að sameina allar lóðirnar í eina og stækka. Í næsta áfanga verður stóru lóðinni skipt upp.
Niðurstaða: Sameining og stækkun lóða samþykkt.
7. 2404139 - Norðurbyggð- afmörkun lóða og skipting bílastæða
Lagt er fram lóðarblað fyrir Norðurbyggð með tillögu að uppskiptingu bílastæða. Lagt er til að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum áður en hún verður endanlega samþykkt af nefndinni.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Norðurbyggð 18a, 18b, 20a, 20b, 22a, 22b, 24a og 24b.
8. 2404140 - Sjóvörn í fjöru fyrir neðan golfvöll - framkvæmdaleyfi
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að setja sjóvörn í fjöru fyrir neðan golfvöll. Sjóvörnin kemur í framhaldi af Dolos sjóvarnargarði og þjónar sama hlutverki, það er að varna því að land hörfi undan ágangi sjávar. Dolos sjóvarnargarðurinn hefur sannað gildi sitt og má glögglega sjá á loftmyndasögu að land hefur haldist mun betur þar sem sjóvarnargarðurinn er staðsettur.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi er veitt.
9. 2404123 - Hlíðarendi 3 - stofnun lóðar
Þess er farið á leit að stofnuð verði ný lóð úr landi Hlíðarenda sem nefnist Hlíðarendi 3. Meðfylgjandi er lóðarblað fyrir hina nýju lóð.
Afgreiðsla: samþykkt.
10. 2405083 - Þórustaðanáma framkvæmdaleyfi
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Fyrirhugað er að efnistaka muni nema 27,5 millj. m3 til ársins 2050 og er efnistakan í samræmi við deiliskipulag sem birt var í B-deild stjórnartíðinda þann 18. desember 2023. Um er að ræða áframhaldandi efnistöku innan þess svæðis sem nýtt hefur verið síðustu áratugi.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að samþykkja framkvæmdaleyfið að uppfylltum öllum skilyrðum.
11. 2405089 - Göngu og reiðstígur norðan Laxabrautar - tillaga að gerð DSK
Lögð er fram tillaga að færslu á göngu og reiðstíg sem liggur norðan laxabrautar. Núverandi reiðstígur liggur samhliða Laxabraut en ljóst er að þegar þungaumferð fer að aukast á Laxabraut. Þá mætti einnig bæta við göngustíg sem liggur samsíða og tengist við aðra göngustíga í sveitarfélaginu.
ATH - meðfylgjandi mynd er aðeins gróf hugmynd en endanleg lega yrði útfærð af hönnuði.

Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta hefja vinnu við hönnun og deiliskipulag nýs göngu og reiðstígs norðan Laxabrautar.
12. 2405094 - Lagning 12 kv jarðstrengja að Thor - Framkvæmdaleyfi
RARIK óska eftir framkvæmdaleyfi til að leggja 12 kv jarðstreng frá tengivirkinu í Þorlákshöfn að Thor landeldi. Strengurinn liggur norðan megin við Suðurstrandaveg þar til beygt er niður inn á lóð Thor landeldis.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt.
13. 2405106 - Vesturbakki 1 - fyrirspurn um stækkun lóðar
Lögð er fram fyrirspurn um hvort Sveitarfélagið myndi heimila stækkun lóðarinnar Vesturbakka 1 til Suðurs, þannig að lóðin myndi ná alveg að Hraunbakka. Einnig er óskað eftir heimild til að innkeyrsla verði frá Hraunbakka.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að heimila stækkun lóðar að göngustíg við Hraunbakka. Staðsetning innkeyrslu skal gerð í samráði við skipulagsfulltrúa. Kvöð er gerð um samskonar girðingu og hefur verið gerð á vesturhlið lóðarinnar.
Mál til kynningar
14. 2405095 - Hnjúkamói 14 og 16 - Kynning tillögu
Lóðarhafi mun koma inn á fundinn og kynna áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa að Hnjúkamóa 14 og 16 Í Þorlákshöfn.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna.
15. 2405091 - 132 kv jarðstrengur frá Hveragerði til Þorlákshafnar - umsögn um legu
Lögð er fram tillaga að legu jarðstrengs sem nefnist Þorlákshafnarlína 2 og er 132 kv jarðstrengur milli tengivirkis í Hveragerði til tengivirkis í Þorlákshöfn. Landsnet fer þess á leit að nefndin taki leiðirnar til skoðunar og kallar eftir athugasemdum við tillögurnar.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar minnisblaðið og tekur undir mikilvægi þess að styrkja kerfið og auka flutningsgetu raforku til Þorlákshafnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?