Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 17

Haldinn í fjarfundi,
29.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Gestur Þór Kristjánsson 1. varamaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi
Fyrir nefndinni lág tillaga að mögulegri útfærslu fjallahjólabrautar unnin af Magna Kvam/Icebike Adventures. Fram kemur að til að frágangur verði fallegur og viðhald í lámarki þurfi að vanda hönnun leiða með réttu flæði og huga að fráveitu vatns. Nauðsynlegt er að móta leiðirnar rétt og vel af mönnum með sérfræðiþekkingu á hjólabrautagerð og með vali á réttum tækjum og efni.


Afgreiðsla:

Nefndin lýsir yfir eindregnum vilja til að hrinda sem fyrst af stað framkvæmd við gerð fjallahjólabrauta í gömlu námunni við Nesveg. Nefndin telur brýnt að vinna verkið í nánu samstarfi við áhugafólk í íþróttinni og felur sviðstjóra að leita eftir samstarfi við forystufólk í fjallahjólamennsku í sveitarfélaginu.
2. 2002010 - Viðbygging leikskóla
Framkvæmda-og hafnarnefnd fer yfir stöðu viðbyggingar við Bergheima og stöðu útboðsgagna.

Fyrir nefndinni lág einnig afrit af fundargerð fræðslunefndar þar sem lagt er til að vegna mikillar fjölgunar íbúa og fyrirsjáanlegri aukinni þörf á leikskólapláss verði strax í haust teknar í notkun bráðabirgðastofur til að mæta þeirri þörf sem þá verður. Þá leggur nefndin það einnig til að framkvæmdaröð verði breytt þannig að framkvæmdir við nýjan leikskóla verði færðar framar í tíma og stækkun á Bergheimum þar með aftur fyrir.

Á fundinum fór sviðstjóri einnig yfir verð, kosti og galla við bráðabirgðastofur. Í máli hans kom fram að kostnaður við vandað færanlegt hús væri hærri en við gámhús en gæði, útlit endingartími og framtíðar notkunarmöguleikar margfalt meiri.

Afgreiðsla:

Nefndin tekur undir afstöðu fjölskyldu- og fræðslunefndar enda íbúafjölgun langt umfram það sem búist var við og ekkert útlit fyrir annað en að fjölgunin haldi áfram og sennilega með auknum krafti. Með það fyrir augum beinir nefndin því til bæjarstjórnar að endurskoða fjárhagsáætlun þannig að hægt verði að hefja kennslu strax í haust og hefja byggingu nýs leikskóla strax á næsta ári, eins og fræðslunefndin leggur til. Framkvæmdir við stækkun Bergheima verði hinsvegar þriðji liður í aðgerðaráætlun til að fjölga leikskólaplássum samhliða því sem íbúum fjölgar.

Nefndin felur sviðastjóra að ráðast tafarlaust í undirbúning vegna framkvæmda við nýsmíði á stofum við Bergheima og þar með talið í verðkönnun og samninga við þá sem eiga hagstæðasta tilboðið.
3. 2003011 - Hafnarframkvæmdir
Staðan á hönnun vegna fyrirhugaðra stækkun hafnarinnar kynnt. Á fundinn kom Sigurður Áss Grétarsson, ráðgjafi Þorlákshafnar og fór yfir stöðuna.
Afgreiðsla:

Nefndin þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum áframhaldandi framgang málsins.
 
Gestir
Sigurður Á Grétarsson - 08:20
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?