Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 386

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Fjárhagsáætlun ársins 2023 og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2023-2026.

Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023 til 2026.

Bæjarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41
Fyrir bæjarstjórn lá lóðaleigusamningur um Laxabaut 35 til 41 sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði látnar undir fiskeldi. Leigutakinn er Landeldisstöðin Þór ehf., kt. 430522-1830.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.
3. 2211021 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2023.
Beiðni frá Stígamótum dags. 31.10.2022 um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023.

Sveitarfélagið hefur undanfarin ár gert ráð fyrir styrk til Stígamóta í sínum áætlunum og er gert ráð fyrir áframhaldandi stuðningi á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða.
4. 2211015 - Þróun aðlögunaraðgerða vegna loftslagsbreytinga - boð um þátttöku
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Vinnan felur m.a. í sér greiningar á áhættu og aðlögunarhæfni sveitarfélaganna sem um ræðir, hvar aðlögunar er þörf og hvernig henni er best háttað.

Vinnunni er ætlað að skila tveimur meginafurðum:
-Aðgerðapakka vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum fyrir sveitarfélögin sem taka þátt.
-Leiðbeiningarit sem gagnast mun öðrum sveitarfélögum í aðlögunarvinnu í framtíðinni.

Gert er ráð fyrir að verkefnið hljóti fjármögnun frá stjórnvöldum svo framlag sveitarfélaga verður einungis á formi vinnuframlags.


Bæjarráð fagnar framtakinu en vegna afar umfangsmikilla verkefna er því miður ekki svigrúm hjá umhverfis- og tæknisviði til að taka á sig að leiða aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
5. 2211014 - Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir
Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.

Bæjarráð samþykkir að skipa Sigmar B. Árnason sviðsstjóra fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd.

Samþykkt samhljóða.
6. 2211018 - Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga
Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025.
Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur kjörna fulltrúa og starfsmenn til að nýta tækifærið. Bæjarráð hvetur sérstaklega forstöðumenn stofnana til að reyna að skapa svigrúm fyrir starfsmenn að sitja fræðslufundina.
7. 2211013 - Samráðsgátt - Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga
Lagt fram.
8. 2211017 - Samráðsgátt - Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.
Mál til kynningar
9. 2211016 - Nýtnivikan 2022
Evrópska Nýtnivikan verður haldin 19.-27. nóvember nk. en markmið vikunnar er að hvetja til aukinnar nýtni og draga úr myndun úrgangs.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?