| Til baka | Prenta |
| Framkvæmda- og hafnarnefnd - 78 |
Haldinn í fjarfundi,
11.12.2025 og hófst hann kl. 12:30 | | Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
| | Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi | | | |
| | Dagskrá: | | | | | 1. 2512261 - Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 | |
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd hefur tekið til umfjöllunar þær breytingar á samgönguáætlun 2026?2040 sem snúa að uppbyggingu hafnar- og vegamannvirkja í og við Þorlákshöfn. Nefndin byggir niðurstöðu sína á þeim ríka vilja sem verið hefur til að efla Þorlákshöfn sem vöruhöfn á seinustu árum og þeirri miklu þýðingu sem hafnarmannvirki og samgöngur hafa fyrir atvinnulíf og samkeppni í sjóflutningum. Nefndin áréttar að seinustu ár hefur verið unnið náið með samgönguyfirvöldum og ríkisstjórn að því að tryggja að Þorlákshöfn geti stutt við raunverulega samkeppni í sjóflutningum. Vegna þess skilning gegnir höfnin nú lykilhlutverki í inn- og útflutningi landsins. Hér starfa tvö öflug flutningafélög, Smyril Line Cargo og Torcargo, sem hafa aukið samkeppni á markaði sjóflutninga og stuðlað að lægri flutningskostnaði fyrir íslenskt atvinnulíf og neytendur. Hafnarnefnd telur að stjórnvöld beri ábyrgð á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu sem styður við þessa samkeppni.Ljóst má vera að þrátt fyrir styrk sinn og vilja hefur Þorlákshöfn ekki ein burði til þess að veita raunhæfa samkeppni við Faxaflóahafnir. Nefndin telur það alvarlegt að ástand og þjónustuflokkun Þrengslavegar og Þorlákshafnarvegar geri þá lakari en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hafa 10 tonna ársþungatakmarkanir verið á Þrengslavegi í samtals 106 daga á fjórum árum, en engar takmarkanir á sambærilegum leiðum á svæðinu. Slíkt skapar verulega samkeppnishindrun fyrir þau skipafélög sem nýta þjónustu Þorlákshafnar og verður að teljast óásættanlegt. Framkvæmda og hafnarnefnd ítrekar mikilvægi þess að uppbygging Þrengslavegar og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar verði færð framar í forgangsröð samgönguáætlunar, enda skiptir greið landtenging sköpum fyrir sanngjarna samkeppni í sjóflutningum. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur sérstaka áherslu á að tafarlaus fjármögnun þurfi að vera tryggð til lengingar Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn. Ný og stærri skip Smyril Line, sem verða afhent sumarið 2026, geta ekki nýtt hafnarinnviði með góðu móti nema viðlegukantur verði lengdur í samræmi við gildandi áætlanir sem skipafélagið hefur byggt fjárfestingar sínar á. Að fresta framkvæmdum til ársins 2029, eins og lagt er upp með í samgönguáætlun, er að mati nefndarinnar algjör fráhvörf þess vilja sem hingað til hefur verið sýndur og bæði ósanngjarnt og skaðlegt fyrir samkeppni og atvinnuuppbyggingu í landinu. Nefndin tekur undir álit Samkeppniseftirlitsins (Álit nr. 1/2023) um að tryggja verði aðgang nýrra og smærri keppinauta að fullnægjandi hafnaraðstöðu og minnir sérstaklega á þau tilmæli í álitinu að aðgerðir stjórnvalda eigi að styðja við eðlilega og gagnsæja samkeppni á markaði sjóflutninga. Afstaðan byggir á þeirri sannfæringu að samkeppnishæf staða Þorlákshafnar sé hagsmunamál alls íslensks atvinnulífs og neytenda. Framkvæmda- og hafnarnefnd skorar á Alþingi og umhverfis- og samgöngunefnd að endurskoða samgönguáætlun 2026?2040 þannig að: 1. Áfram verði haldið með þann vilja ríkisstjórnar sem sýndur hefur verið í verki seinustu ár og tryggja það að Þorlákshöfn hafi óbreyttan stuðning til að styðja við samkeppnisrekstur í sjóflutningum. 2. Uppbygging Skarfaskersbryggju hefjist án tafar og fjármögnun verði tryggð strax á næsta fjárhagsári. 3. Uppbygging og breikkun Þrengslavegar (og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar) verði flutt mun framar í áætlunum, með það að markmiði að vegirnir verði sambærilegir öðrum aðalleiðum á suðvesturhorninu. 4. Miðað verði við markmið Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2023 um að tryggja jafnræði á markaði sjóflutninga. Framkvæmda- og hafnarnefnd felur starfsmönnum sínum að fylgja þessari afgreiðslu eftir gagnvart hlutaðeigandi stjórnvöldum og samstarfsaðilum.
| | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 |
|
|
| Til baka | Prenta |