Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 104

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.12.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Sviðsstjóri Skipulags- og lögfræðisviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2511071 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur í Hverahlíð
Sótt er um framkvæmdaleyfi til borunnar tveggja rannsóknarborhola í Hverahlíð og lagningu slóða að þeim.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt. Slóðar sem verða til við rannsóknar eða vinnsluboranir skulu opnir almenningi að rannsóknarborun lokinni.
2. 2511084 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Hafnarsandur 2
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Hafnarsandur 2, Þorlákshöfn. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarsand 2 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Hafnarsandur 2 er með skráða stærð 2500 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 4958,5 m2 og verður 7458,5 m2. Stækkunin kemur úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822) sem er ekki með skráða stærð en minnkar nú um það sem því nemur. Einn matshluti er á lóðinni: 01 - aðveitustöð. Kvöð er á lóðinni vegna rétt lóðarhafa á sölu og veðsetningu með skjalnúmerið 447-A-003235/2016.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt með fyrirvara um gildistöku aðalskipulags og deiliskipulagsbreytingarinnar og birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
3. 2512049 - Kirkjuferja - Fjórar íbúarlóðir - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Kirjuferju. Skipulagið felur í sér að stofaðar eru fjórar 1 ha. íbúðalóðir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Vilhjálmur Baldur vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust á umsagnartíma og er lagt fram uppfært skipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2512089 - Samkomulag um innviðauppbyggingu í Helluholti, Ölfusi
Lagt er fram samkomulag um innviðauppbyggingu í Helluholti, Ölfusi.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt af hálfu nefndarinnar en vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
6. 2512090 - Hafnarsvæði H1 - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Hafnarsvæði H1. Í skipulaginu er gert ráð fyrir allt að 23 lóðum fyrir hafnsækna starfsemi.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2512114 - Skýrsla Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar - staða vatnamála
Lögð er fram skýrsla frá Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar varðandi stöðu vatnamála í Varmá í Ölfusi/Hveragerði. Í skýrslunni er gerð úttekt á ástandi fráveitumála og álagi á vatnasvæðið og þar kemur fram ítarleg samantekt á uppruna mengunar, áhrifum hennar á lífríki og áskorunum sem snúa að ábyrgð og aðgerðum opinberra aðila.
Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss þakkar Veiðifélaginu fyrir yfirgripsmikla og vandaða skýrslu og lítur á hana sem gagnlegt innlegg í umræðu og stefnumörkun. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að vinna með öllum viðeigandi aðilum að því að tryggja varanlegar lausnir og leggur áherslu á að Hveragerðisbær og eftirlitsaðilar uppfylli skyldur sínar gagnvart vatnsvernd og mengunarvörnum án frekari tafa.
8. 2512124 - Gerðakot - Frístundahús - Nýtt deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gerðakot (landnr. 173435). Tillagan tekur til einnar lóðar sem skráð er 5.050 m² að stærð, skv. HMS. Lóðin er ætluð fyrir frístundahús, gestahús og geymslu/gróðurhús.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að sveitarfélagið rekur hvorki vatnsveitu né ljósleiðara á svæðinu. Afla þarf samþykkis stjórnar vatnsveitu áður en skipulagsferli lýkur.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2512150 - Miðbær Þorlákshafnar - uppskipting lóða - óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á skipulagi miðbæjar Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér uppskiptingu lóða á skipulaginu þannig að hvert hús verði staðsett á sér lóð.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2511026 - Kirkjuferjuhjáleiga DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir tvær lóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Deiliskipulagið tekur til fyrirhugaðar uppbyggingar á rúmlega 5,3 ha landspildu á jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu (L171749) í sveitarfélaginu Ölfus. Stofnaðar eru tvær lóðir á landbúnaðarlandi þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2512151 - Beiðni um að staðsetja vegvísunar skilti
Búðin Perlan sem staðsett er í Vesturbakka 3 leggur fram beiðni um að setja upp skilti á þremur stöðum í bænum. Tilgangur skiltanna er að vekja athygli á búðinni og vísa veginn að henni. Eitt skiltið yrði staðsett við Selvogsbraut en hin tvö við Hraunbakka.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisefndar: Heimild er veitt á þessum staðsetningum sem tilgreindar eru á mynd, en áréttar að skiltin eru víkjandi. Nefndin áskilur sér rétt til að afturkalla heimildina ef kvartanir berast eða afstaða nefndarinnar breytist.
12. 2511083 - Merkjalýsing - Uppskipting landeigna - Spóavegur 13
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeigna - Spóavegur 13, Kjarri. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Gróðrastöðina Kjarr, dags. augl. B-deildar 20.11.2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóðina Spóavegur 13 úr jörðinni Kjarr (L171750). Spóavegur 13 er 6936,1 m2. Jörðin er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um það sem því nemur. Engir matshlutar eru á lóðinni. Engin kvöð er á lóðinni. Kvöð er á Kjarri vegna aðkomu að lóðinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
13. 2512017 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Spóavegur 12, Kjarr
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Spóavegur 12, Kjarr. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Spóavegur 12 og 12A, samþykkt í Bæjarstjórn Ölfuss dags. 27.11.2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Sameina á Spóaveg 12A við Spóaveg 12. Spóavegur 12A er með skráða stærð 4000 M2 í fasteignaskrá HMS. Engir matshlutar eða kvaðir eru á lóðinni. Spóavegur 12 er með skráða stærð 4900 m2 í fasteignaskrá HMS og stækkar nú um 4000 M. Skv. mælingum er lóðin 9669,6 m2. Mismunurinn er 769,6 m2 er leiðrétt stærð þar sem að ytri mörk hafa ekki breyst frá stofnun lóðarinnar. Vegna tækniframfara í landmælingum mælist hún núna stærri en 0,89 ha sem er upprunaleg stærð Spóavegs 12 skv. afsali frá 1987. Fimm matshlutar eru á lóðinni. Engin kvöð er á lóðinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar og birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
14. 2512018 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Arnarhvoll og Arnarhvoll II
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeigna - Arnarhvoll og Arnarhvoll II. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hvoll í Ölfusi, samþykkt í Bæjarstjórn Ölfuss dags. 30.10.2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóðir Arnarhvoll og Arnarhvoll II úr jörðinni Hvoll (L171740). Arnarhvoll er 1,74 ha og Arnarhvoll II er 1,05 ha. Jörðin er með skráða stærð 193,6 ha í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um það sem því nemur og verður 190,8 ha. Aðkoma að Arnarhvoli er um Hvolsveg (3760) og er innkeyrsla sýnd á uppdrætti. Aðkomuvegur að hesthúsi í landi Hvols 1A í gegn um Arnarhvoll II og er þar kvöð um umferð. Hvorki má hefta för um veginn nér færa hann til.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar og birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?