Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 57

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
18.09.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fund undir mál nr 1 og 2 mætti Sigurður Ás Gréttarsson eftirlitsmaður með framkvæmdum og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 61 lögð fram.
Verkstaða: Unnið er við gröft og fleygun leifarnar af Suðurvararbryggju. Hitachi 1200 komst í lag 20. ágúst og er samhliða því búið að setja glussalagnir fyrir fleyg. Byrjað er að moka og gengur hægt og eru afköstin áætluð um 400-700 m3 á sólahring. Efni er losað í haug a landfyllingu. Verktaki stefnir að því að rippa botn og fleyg eins og þörf er á. Verið er að skoða að verða með vakt á þessu. Viðgerð þils er lokið og gert ráð fyrir að Hagtak byrji í vikunni. Búið er að mala um 13 þús. rúmmetrar. Mölunarvél væntanleg fljótlega til að bæta við efni. Óskað er eftir að mala fína mesta stærð um 63 mm.Næstu 2 vikur:Byrjað verður að leggja ídráttarlagnir fyrir raflagnir. Haldið áfram að fjarlægja kerjabryggju. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að gæta þess að skilja ekki eftir hól í botni. Gert er ráð fyrir hefja upphækkun bryggjugarðs í byrjun október.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 17 lögð fram ásamt samantekt vegna aukaverka.
Verkstaða: Verktaki stefnir að því að hefja uppsetningu staga í lok vikunnar og uppsetningu þilbolta. Steypa í stagbita og fylla svo yfir. Verktaki stefnir að koma í lok vikunnar þegar sjávarstaða er hagstæðari. Verktaki stefnir svo að því að hefja vinnu við kantbita þegar búið er að jafna yfirborð sem verður væntanlega í næstu viku. Fenderarnir eru komnir verða settur niður við bryggju. Áætlað er að þetta muni taka um 12 vikur að ljúka verki.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla:

1. Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið að breytingum á lögnum raf- og loftræstingu
2. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1. Verkstaða:Verkinu er að mestu lokið. Verktaki er búni að skila af sér hefluðum og völtuðum vegi við Norðurbakka (við móttöku og flokkunarstöð). Verktaki vinnur við lækkun á hluta af Hafnarbakka. Ljóskúplar koma á verkstað í vikunni.
3. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Hönnun er lokið verið að leggja lokahönd á útboðsgögn.
4. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2. Verkstaða: Öllum framkvæmdum við götur er lokið. Lokaúttekt er í vinnslu. Verktaki er búin að hreinsa umfram efni af svæðinu að mestu.
5. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Verið er að leggja lokahönd á hönnun áfanga 4. Útboðsgögn ættu að liggja fyrir á næsta fundi.
6. Flutningur á Lat. 1 Stórverk vinnur að jarðvegsskiptum á framkvæmdarsvæðinu og sjá um að undirbúa verkstað fyrir steininn
7. Framkvæmdir við nýjan leikskóla Verkstaða 22 ágúst: Verktaki er búinn að
vera að steypa upp veggi í austurhluta hússins ? sbr skýringarmynd í fundargerð.
8. Nýtt eldhús Suðurvör 3. Endurskoðuð gögn þar sem búið er að gera ráð fyrir breytingum innanhús hjá Viss í leiðinni liggja fyrir.
9. Framtíðarstækkun grunnskóla/íþróttahús. 1 drög af breytingum hafa verið kynnt. Unnið að uppfærslu á þeim.
10. Ný rennibraut. Verkfræðistofan Efla er að vinna í samráði við framleiðanda rennibrautar á hönnun lagna, undirstaða, útboðsgögnum og kostnaðaráætlun.
11. Malbik á nýjum götum hafnarsvæði. Gerð var verðkönnun hjá 4 malbiksfyrirtækjum 2 fyrirtæki skiluðu inn tilboðum. Malbiksstöðin og Hlaðbær Colas. Hlaðbær Colas var lægri. Malbikstöðin Höfði og Loftorka skiluðu ekki inn tilboðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?