Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 396

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
Á fundinn komu fulltrúar North Ventures til að gera grein fyrir stöðu mála varðandi viljayfirlýsingu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 22.09.2022. Um er að ræða undirbúning að framkvæmdum við reksturs stórs gagnavers (Hyperscale Data Centre Development) sem í undirbúningi er innan grænna iðngarða í útjaðri Þorlákshafnar í Ölfusi.

Í máli þeirra kom m.a. fram að undirbúningur gengi vel og virkt samtal væri við vænta fjárfesta og rekstraraðila. Þá óskuðu þeir eftir framlengingu á viljayfirlýsingu út árið 2023.

Bæjarráð þakkar kynninguna og samþykkir að framlengja tímasetningar viljayfirlýsingar út árið 2023.

Samþykkt samhljóða.
2. 2304049 - Útistofa við Bergheima
Niðurstöður verðkönnunar liggja fyrir í færanlega kennslustofu. 2 aðilar tóku þátt í verðkönnuninni, Trésmiðja Heimis ehf. og Vörðufell ehf.

Trésmiðja Heimis ehf. bauð 67.360.155.- Eftir yfirferð. 58.502.355.-kr. með vsk.
Vörðufell ehf. 59.678.725.- kr. með vsk.

Eftir yfirferð á tilboðum komu í ljós 2 villur í tilboði Trésmiðju Heimis ehf. þar sem í tveimur liðum hafði verið slegið inn auka núllum í einingarverð. Um er að ræða lið 1.3 Öryggisgirðingar þar var slegið inn 62.500 sem átti að vera 6.250 og í verkþáttinn þakrennur þar var slegið inn 180.000 sem átti að vera 18.000.

Tilboð Trésmiðju Heimis lækkar því um 8.857.800.- og verður þá 58.502.355.-kr.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda um smíði á kennslustofu.

Samþykkt samhljóða.

3. 2305023 - Boðun verkfalls - félagsmenn FOSS
Tilkynning frá FOSS um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna FOSS um verkföll í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Lagt fram til kynningar.
4. 2208043 - Vindorka - samráðsferli um nýtingu vindorku
Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um vindorkumál. Skýrslan er nú til umsagnar í samráðsgátt ráðuneytisins.
Samtök orkusveitarfélaga hvetja aðildarsveitarfélögin til að senda umögn eða ábendingar um efni skýrslunnar í gegn um samráðsgáttina fyrir 18 maí nk.

Lagt fram.
5. 2305016 - Leigusamningur um afnotaréttindi
Samningur um afnot af aðstöða á þaki/gafli fyrir loftnet og loftnetasúlur ásamt u.þ.b. 4 fm aðstöðu innanhús undir fjarskiptabúnað ásamt nauðsynlegum umferðarrétti og rekstraraðstöðu til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.
6. 2305019 - Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?