Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 17

Haldinn í fjarfundi,
23.02.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102064 - Bolalda - leyfi fyrir urðun glers
Fossvélar sækja um leyfi fyrir að urða glerúrgang við Bolöldu. Í viðhengi er umsókn þeirra, jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits og mynd af glerúrgangi eins og um ræðir.
Þeir tala um það í umsókninni að fyrir liggi jákvæð umsögn frá Umhverfisráðuneytinu en sú umsögn fylgir ekki með erindinu.

Afgreiðsla: Frestað, gögn vantar
2. 1903025 - DSK Sunnu- Mána- og Vetrarbraut - Egilsbraut 9 - 9an
Á síðasta Skipulags- og umhverfisnefndarfundi var erindi um breytingu á deiliskipulagi frestað meðan könnuð væri þörfin fyrir byggingalóðir eyrnamerktum eldri borgurum. Komið hefur í ljós að lítil eftirspurn er eftir lóðum til að byggja þannig húsnæði á, hvorki frá byggingaraðilum né leigufélögum
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu með auglýsingu sbr. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þannig að lóðunum við Vetrarbraut megi úthluta samkvæmt almennum úthlutunarreglum sveitarfélagsins svo fljótt sem verða má.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?