Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 10

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301010 - Beiðni um tengingu við vatnsveituna Berglindi v-DSK Hjarðarból 1 og 2
Grasnytjar óska eftir samþykkt stjórnar vatnsveitu fyrir tengingu og afhendingu á köldu vatni vegna deiliskipulagi 2 svæða. Um er að ræða 8 íbúða lóðir staðsettar vestan megin við núverandi íbúðarsvæði við Aðalból. Heimild er fyrir 170-350m2 íbúðarhúsum á lóðum. Einnig er gert ráð fyrir 4700m2 hótelbyggingu og 640m2 fyrir léttan iðnað.
Afgreiðsla: Í ljósi þess að niðurstöður úttektar á afkastagetu vatnsveitu Berglindar liggja ekki fyrir er erindinu frestað.
2. 2212026 - Landeigandi Mánastaða sækir um tengingu við kaldavatnslögn
Ingólfur Snorrason landeigandi Mánastaða sækir um tengingu við stofn vatnsveitu sem liggur að landi hans vegna fyrirhugaðs deiliskipulags lands fyrir 8 íbúðahúsalóðir.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir með fyrirvara um staðfestingu frá brunavörnum Árnessýslu um slökkvigetu vatnsveitu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?