Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 7

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.05.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri
Sveinn Samúelsson tengdist fundi gegnum fjarfundarbúnaði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004053 - Stækkun Þorlákshafnar og kaup á dráttarbát- rekstraráætlun
Afgreiðsla: Nefndin felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Analytica um rekstrarráðgjöf og gerð rekstraráætlunar hafnarinnar enda ljóst að mikilvægt er að vera með rekstur hafnarinnar undirbúinn fyrir hinar ýmsu sviðsmyndir.
2. 2005009 - Aðgangur að höfninni
Kynnt er fyrir nefnd úttekt sem gerð var á aðgengi að höfninni.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd felur hafnarstjóra að bregðast við niðurstöðum úttektar innan tiltekins frest í úttektarskýrslu.
3. 2005005 - Grjótnámur
Unnin hefur verið frummat valkosta á grjótnámum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á stækkun hafnarinnar.
Í frumáætlun er gert ráð fyrir að í framkvæmdina þurfi um 350.000 m3 af sprengdu grjóti, sem skiptist þannig að um 33.000 m3 verða yfir 12 tonnum, um 84.000 m3 frá 2?12 og að grjót og kjarni undir 2 tonnum verði um 230.000 m3.
Greinargerð er unnin af Ómari Bjarka Smárasyni hjá Stapi jarðfræðistofa.

Afgreiðsla: Skv. niðurstöðum frummatsskýrslu Verfræðistofnunar Stapa um mat á námukostum fyrir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar er það náman á Hafnarsandi sem er líklega besti námukosturinn. Nefndin leggur til að það verið staðfest með borun.
4. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Kaup á nýjum dráttarbát kynnt.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar fyrir samantektina og það er sannarlega fagnaðarefni að Þorlákshöfn hafi náð þetta öflugum og hentugum dráttarbát og felur bæjarstjóra frágang kaupanna enda sé báturinn með athugasemdalausu haffærniskírteini og hafnarstjóra annan undirbúning vegna komu bátsins.
5. 1702004 - Fasteignir Viðbygging íþróttahúss
Lagt er fyrir nefndina minnisblað þar sem farið er yfir stöðuna á heildarkostnaði vegna viðbyggingar við íþróttahús.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðstjóra að vinnan málið áfram, óska eftir viðauka og tryggja að viðbygging verði tilbúin til notkunar í ágúst.
6. 2005036 - Samningur um vinnslu á efni
Fyrir nefndina liggur erindi um að óuppgerður væri munnlegt samkomulag um flokkun og lageringu á grjóti sem fyrirtækið Suðurverk ehf. vann fyrir höfnina á samatíma og framkvæmdir við lóðargerð ofan smábátahafnar var um mitt ár 2018.
Afgreiðsla: Hafnar-og framkvæmdanefnd lýsir yfir vonbrigðum með að þannig hafi verið staðið að framkvæmdum 2018 að staða sem þessi geti komið upp en þakkar sviðstjóra fyrir að hafa náð að lágmarka kostnað og felur honum að sannreyna efnismagn í námu og ljúka málinu.
7. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staða verklegra framkvæmda kynnt.
1. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 1.
2. Viðhaldsframkvæmdir 2020
3. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 2.
4. Móttöku og flokkunarstöð
5. Stækkun leikskólans Bergheima.
6. Endurnýjun gatnalýsingar áfangi. 2

1. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 1.
Verkið er lokið skv. samningi en verktaki vinnur að viðbótarverkum fyrir veitufyrirtæki og unnið er við lokauppgjör.
2. Viðhaldsframkvæmdir 2020
Unnið er að framgangi viðhaldsframkvæmda skv. viðhaldsáætlun og fer nefndin yfir stöðu einstakra viðhaldsframkvæmda.
3. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 2.
Verktaki hefur hafið vinnu skv. samningi og lóðir hafa verið auglýstar og verður gatnagerð lokið 31.ágúst skv. verksamningi.
4. Móttöku og flokkunarstöð
Hönnun er lokið en beðið hefur verið með frekari undirbúning þar til staðfest er að fyllingarefni í námu hafnarsandi geti nýst í framkvæmdina.
5. Stækkun leikskólans Bergheima.
Nefndin fer yfir rýmisgreiningu hönnuðar og frumhönnun miðað við stækkun Bergheima um tvær deildir. Hönnuður mun vinna tillögu lengra og fá umsögn starfsmanna og stjórnenda Leiksskólans.
6. Endurnýjun gatnalýsingar áfangi. 2
Gengið hefur verið frá samning á kaup á ljósum í kjölfar verðkönnunar.
7. Egilsbraut 9.
Samningur hefur verið undirritaður við lægstbjóðanda og hefur verktaki skilað inn verkáætlun og framkvæmdir eru hafnar.
8.Framkvæmdir við stækkun Kirkjugarðs ræddar. Nefndin óskar eftir að fá áfangaskipta framkvæmdar- og kostnaðaráætlun. Þannig að heildarhlutdeild sveitarfélagsins liggi fyrir áður en framkvæmdir fara lengra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?