Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 29

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.05.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými
Lögð er fram útboðsgögn fyrir viðbyggingu nýrrar dagdvalar við þjónustukjarna íbúðir aldraðra til samþykktar.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að verkið verði sett í útboðsferli.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Verkfundagerðir nr. 8-9-10 er lagðar fram. Staða framkvæmda er eftirfarandi.

Verktaki er að vinna röðun bryggjugarðs og veg út að beygju. Vegur kominn langleiðina að tunnu og berma bryggjugarðs komin að stöð 110 og garður stöð 70. Unnið er í námuvinnslu á svæði 1C og 2A. Að sögn verktaka er áætlað að frá því að vinnsla hófst að búið sé að sprengja um 80 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar. Búið er að keyra út í garð um 70 þús. rúmmetra skv. bílatalningu. Tölur í síðustu fundagerð voru ofáætlaðar. Áætlað er að 20 m3 sé að jafnaði á trukk en þeir eru skráðir 24-26m3. Í þessu úthaldi voru bortæki að bila. Tvö enn biluðu. Skjálftamælir hefur sýnt mest 0,25 mm útslag og 8,5mm/s hraða annars við 0. Engar kvartanir hafa komið frá Landeldismönnum.

Verktaki hefur skilað inn borskýrslum til 27.4. Dagskýrslur komnar til 27.4.
Á næstu tveimur vikum er ætlunin að fara í gegnum Suðurvarargarð við tunnu og byrja að keyra út kjarna í lengingu. Tekið verður upp grjót yfir 3 tonn en minna grjót skilið eftir eins og við á. Gert er ráð fyrir að keyra út í garð um 10 þús. m3 á næstu 2 vikum. Gert er ráð fyrir vinna um 15 þús. rúmmetra í námu.

Malað magn er um 33 þús m3. Landeldi er búið að fá afhent um 10 þús. m3 og 10 þús. m3 fóru í veginn að sögn verktaka. Stefnt er að hefja mölun.
Áætlað að magn á lager er yfir 60 þús. m3.
Verktaki er á undan áætlun í garði um 4 vikur en eftir í námu um 5 vikur að mati eftirlits.
Verktaki skilar nýrri verkáætlun með áorðnum breytingum sem samþykkt var á verkfundi 4. Verktaki óskaði eftir að mega bíða með það í nokkrar vikur.

Afgreiðsla. lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?