Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 328

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.03.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið, engar athugasemdir bárust.

Borin var upp tillaga um að taka fundargerð 417.fundar bæjarráðs frá 21.03.2024 inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að halda aukafund í bæjarstjórn fimmtudaginn 4.apríl nk. vegna ársreikninga sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2402051 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr 19
Orka náttúrunnar óskar eftir að gera 19. breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunnar. Um er að ræða óverulega breytingu sem felur í sér að gerð er ný aðkoma aftan að stöðvarhúsi. Einnig er skilgreind lóð út frá lóð stöðvarhússins fyrir vatnstank.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2403002 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr. 20
ON leggja fram 20. breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Breytingin felur í sér hliðrun á hluta borsvæðis, skilgreind lóð og byggingarreitur fyrir nýja dælustöð ásamt breytingu á legu skiljuvatnslagnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2402082 - Stóragerði ASK
Breytingin nær til hluta íbúðarbyggðar Stóragerði (ÍB18) þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr 4 í 5 að ósk landeiganda Stóragerði lóð 1 (212987) sem hyggst skipta lóð sinni í tvennt. Þar að auki verður gerð breyting á skilmálum svæðis sem heimilar möguleika á minniháttar atvinnustarfsemi, nú þegar er heimilt að stunda léttan iðnað innan svæðisins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2402084 - Selvogsbraut 47 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits
Fortisverk ehf. leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður lítillega til suðurs auk þess sem bætt er við samliggjandi byggingarreit fyrir norðan húsið til að koma þar fyrir ruslageymslu fyrir íbúa.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2402088 - Hveradalir br. DSK - ON lögn suður við þjóðveg
Orka Náttúrunnar leggur fram breytingu á deiliskipulagi Hveradala. Breytingin felur í sér heimild til að leggja niðurrennslislögn að Gráuhnúkum, meðfram gamla þjóðveginum og þaðan að borholum nærri Lakahnúkum og borholum nærri Gígahnúk. Lögnin mun verða grafin í jörðu, um leið sem þegar hefur verið raskað og því eru umhverfisáhrif í lágmarki.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2403005F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 43
Fundargerð 43.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 06.03.2024 til staðfestingar.

1. 2403010 - Golfklúbbur Þorlákshafnar, Ársreikningur og skýrsla, starfsárið 2023. Til kynningar.
2. 2403009 - Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Háfeta. Til kynningar.
3. 2403008 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2403007 - Skýrsla æskulýðsnefndar 2023, Hestamannafélagið Ljúfur. Til kynningar.
5. 2403006 - Samantekt yfir nýtingu frístundastyrks árið 2023. Til kynningar.
6. 2403014 - Fjölnota Íþróttahús. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2403003F - Bæjarráð Ölfuss - 416
Fundargerð 416.fundar bæjarráðs frá 07.03.2024 til staðfestingar.

1. 2402087 - Þjónustusamningar 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2403012 - Viðauki við samning vegna átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest..
3. 2403011 - Erindi vegna leigu á Versölum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2402079 - Samráðsgátt - Drög að borgarstefnu. Til kynningar.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
6. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2403001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 68
Fundargerð 68.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.03.2024 til staðfestingar.

1. 2402082 - Stóragerði ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2402084 - Selvogsbraut 47 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2402051 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr 19. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2403002 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr. 20. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2402088 - Hveradalir br. DSK - ON lögn suður við þjóðveg. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2402089 - Hvolsbrún 2 og Árnhóll. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2402086 - Efri Grímslækur L218545 - Beiðni um heimild til að gera deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2402002 - wpd Ísland - Vindmyllugarður í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2403003 - Tillaga: breytt fyrirkomulag v/ gjaldtöku í skipulagsmálum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2402085 - Umsagnarbeiðni - Umsókn ON um nýtt nýtingarleyfi jarðhita á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Til kynningar.
14. 2403001 - Úrskurður 892023 - Hjarðarból - stöðvun framkvæmda vegna óleyfisframkvæmdar. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2403004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 49
Fundargerð 49.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 06.03.2024 til staðfestingar.

1. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2403006F - Bæjarráð Ölfuss - 417
Fundargerð 417.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 21.03.2024 til staðfestingar.

1. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2403023 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Samb. ísl.sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Til kynningar.
4. 2403022 - 80 ára afmæli lýðveldisins. Til kynningar.
5. 2403027 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024. Til kynningar.
6. 2403055 - Umsókn um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
12. 2310007F - Öldungaráð - 2
Fundargerð 2.fundar Öldungaráðs frá 01.11.2023 til kynningar.

1. 2310037 - íþrótta og tómstundafulltrúi - kynning
2. 2310038 - Akstursþjónusta eldri borgara - kynning
3. 2310039 - Öldungaráð - markmið ráðsins
4. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
5. 2310040 - Önnur mál

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. 2312002F - Öldungaráð - 3
Fundargerð 3.fundar Öldungaráðs frá 05.12.2023 til kynningar.

1. 2312010 - Áhrif á stefnumál eldri borgara í Ölfusi
2. 2312011 - Stefna um málefni eldri borgara

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14. 2402009F - Öldungaráð - 4
Fundargerð 4.fundar Öldungaráðs frá 12.03.2024 til kynningar.

1. 2402061 - Erindi til umsagnar
2. 2402062 - Fræðslufundur um öldungaráð

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 18.fundar Brunavarna Árnessýslu frá 29.02.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 9.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 16.10.2023, 10.fundar frá 06.11.2023 og 11.fundar frá 11.03.2024 til kynningar. Einnig er til kynningar ársskýrsla safnsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
17. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 70.fundar stjórnar Bergrisans frá 27.02.2024 til kynningar.

Taka þarf sérstaklega fyrir lið nr. 4 í fundargerðinni, Gjaldskrá Bergrisans.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Liður 4, gjaldskrá Bergrisans tekinn fyrir sérstaklega og var gjaldskráin samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?