Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 80

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
21.01.2026 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundinn undir mál nr.1 Mætir Páll Marvin og kynnir verkefnið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2601044 - Prosper verkefnið
Lagt er fyrir nefndina til kynningar minnisblað um Prosper verkefnið sem Ölfus Cluster er með í vinnslu.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar Páli fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum Ölfus Cluster að vinna málið áfram.
2. 2601045 - Samkomulag vegna tjóns á bílum geymslusvæði T-1
Lagt er fyrir nefndina samkomulag við Smyril line vegna tjóns á bílum vegna sandfoks inná T-1 plani við Óseyrarbraut.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2601043 - Gjaldskrá hafnarinnar - uppfærsla
Lögð er fyrir nefndina uppfærð gjaldskrá fyrir höfnina.
Afgreiðsla; Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leiti.
4. 2601049 - Umsókn um lóð fyrir vöruhús við Suðurvarabryggju
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina umsókn frá Torcargo ehf. og TC holding ehf. um lóð að lágmarki 25.000 m2 til uppbyggingar allt að 12.000m2 vöruhúss. Lóðin þarf að geta tengst gámavelli Kuldabola ehf./Torcargo ehf við Suðurvarabryggju. Sjá minnisblað.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar málinu í skipulags- og umhverfisnefnd
5. 2601047 - Stækkun grunnskóla - útboðsgögn
Lögð eru fyrir nefndina drög af útboðsgögnum vegna stækkunar grunnskóla.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna
6. 2601046 - Gatnagerð áfangi 4 - vesturbyggð
Sviðstjóri leggur til við nefndina að samið verði við verktakan sem bauð lægst í verkið fyrir áfanga 3. Eins og tekið er fram útboðsgögnum þeirrar framkvæmdar ntt 0.1.20 Mat á tilboðum.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að gengið verði til samninga við verktakann sem bauð lægst í verkið fyrir áfanga 3. Ákvörðunin er tekin með vísan til heimildar í útboðsgögnum framkvæmdarinnar, nánar tiltekið kafla 0.1.20 Mat á tilboðum þar sem verkkaupa er heimilað að ganga til slíkra samninga. Nefndin felur starfsmönnum að vinna málið frekar.
7. 2601048 - Framkvæmdaráætlun 2025-26
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2025-26.
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?