Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 69

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
18.06.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundin undir mál nr 2 og 3 mætti Sigurður Áss eftirlitsmaður framkvæmda og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2506030 - Gatnagerð hafnarsvæðið Suðurvararbryggju
Lagt er fyrir nefndina uppskipting lóða ásamt hönnun geymslusvæða inná svæði H3
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Sigurður Áss, eftirlitsmaður verksins,fór yfir stöðu framkvæmda.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2505007 - Beiðni um viðauka vegna framkvæmda við bráðabirgðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð
Fyrir liggur að framkvæmdir við framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð eru nú á lokastigi. Áður hefur verið samþykktur viðauki til að girða bráðabirgðasvæði af og til að myndavélavæða svæðið að hluta.

Nú liggur fyrir beiðni um viðauka til að klára athafnasvæði Thorship ásamt áföllum kostnaði við landfyllingu, sjá minnisblað unnið af Portum Verkfræðistofu.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir kostnaðinn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25
Farið var yfir stöðu helstu verklegra framkvæmda sem eru á áætlun 2024-25.
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?