Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 105

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.01.2026 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Sviðsstjóri Skipulags- og lögfræðisviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis DSKbr
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið auglýst en engar athugsemdir voru gerðar af umsagnaraðilum. Eftir auglýsingu voru gerðar óverulegar breytingar á uppdrætti er varða framsetningu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2601020 - Sjóvörn í Herdísarvík - beiðni um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að gera 200 m langa sjóvörn í Herdísarvík. Framkvæmdin var sett á samgönguáætlun á grundvelli erindis frá Sveitarfélaginu Ölfus. Áætlað er að verkið taki 2 mánuði og verði lokið í apríl 2026.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.
3. 2601028 - Hjarðarbólsvegur 7 óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Hjarðarbóls. Breytingin felur í sér minniháttar útvíkkun skipulagsmarka og skiptingur einnar lóðar í tvær.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að aðliggjandi landeigendur fái tilkynningu þegar skipulagið er auglýst.
4. 2601027 - Grásteinn - stækkun íbúðasvæðis óv. ASKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss er snýr að Grásteini. Í breytingunni felst stækkun landnotkunarreitsins ÍB20 um 8.514 m2. Þá er gerð uppfærsla á töflu 16 þar sem heildarfjöldi íbúða er tiltekinn 35 í stað 25.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Kallað er eftir því að áfangaskipting verði útfærð í deiliskipulagi.
5. 2601002 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Hólsakur
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeigna - Hólsakur. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Akurholts, auglýst í B-deild stjórnartíðinda 5. desember 2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóð Hólsakur úr Akurholt (L211957). Hólsakur er 94.520,7 m2 og minnkar land Akurholts sem því nemur. Innan lóðamarka Hólsakurs er í gildi deiliskipulag fyrir 25 íbúðarlóðir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
6. 2601013 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Laxabraut 41
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeigna - Laxabraut 41. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóð Laxabraut 41 úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822), sem er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar um það sem því nemur. Laxabraut 41 er 100.420,1 m2. Lóðarhafar þurfa að verja suðurmörk lóðar fyrir ágangi sjávar með grjótvörn. Grjótvörn getur verið utan lóðar en þá þarf samþykki sveitarfélags fyrir framkvæmdinni. Ekki er heimilt að hindra gönguleið meðfram ströndinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
7. 2601018 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Litla-Kaffistofan
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Litla-Kaffistofan. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stækka á lóð Litlu-Kaffistofunnar sem er ekki með afmörkun í Landeignaskrá HMS. Litla-Kaffistofan (L172329) er með skráða stærð 6600 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 1900 m2 og verður 8500 m2. Stækkunin kemur úr þjóðlendunni Ölfusafréttur (L216117) sem er með skráða stærð 10214,7 ha en verður 10214,5 ha. Stofnuð er millispilda úr Ölfusafrétti sem mun svo sameinast Litlu-Kaffistofunni. Á lóðinni eru þrír matshlutar:
01 - söluskáli veitingast
02 - litla kaffistofan
03 - íbúðarhús
Kvöð er á lóðinni vegna leiguréttar skv. þingl. lóðarleigusamningi með skjalnúmerið 433-A-003387/1991.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?