Fundargerðir

Til bakaPrenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 18

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.11.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2011012 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 25
Þorvaldur Garðarsson f/h Hrímgrund ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Þurárhraun 23 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðina Þurárhraun 25
2. 2011011 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 24
Dagný Huld Birgisdóttir sækir um lóð fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Þurárhraun 12 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðina Pálsbúð 24
3. 2010030 - Kambastaðir 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hans Heiðar Tryggvason f/h lóðareiganda sækir um byggingarleyfi fyrir Íbúðar og gistihús. samkv. teikningum frá Undra ehf. dags. 16.10.2020

Á lóðinni Kambastaðir ef fyrirhugað að byggja 4 byggingar; Á skilgreindum byggingarreit B1 verður Íbúðarbygging, Á byggingarreit 2 verða Útihús með bílskúr, Yogasalur og gróðurhús ásamt gestahúsi. Allar byggingar verða byggðar upp á sambærilegan hátt úr sömu byggingarefnum, nema gróðurhús sem verður aðkeypt frá framleiðanda. Byggingarnar verða með A formi og verða að mestu timburbyggingar á steyptum sökklum og plötum með gólfhita. Byggingarnar verða klæddar að utan með dökku bárujárni.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
4. 2011010 - Laut 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um f/h landeiganda byggingarleyfi
fyrir óeinangraða skemmu úr timbri á steyptum undirstöðum. Samkv. teikningum dags. 10.11.2020

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
5. 2005035 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Birkir Kúld Pétursson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir skemmu samkv. teikningum dags.5.5.2020 frá BK Hönnun ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
6. 2010040 - Fiskalón 171701 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson sækir um f/h lóðareiganda byggingarleyfi fyrir atvinuhúsnæði samkv. teikningum frá Urban arkitektum, dags. 22.10.2020. Óskað er eftir heimild til að reisa 843,7m² skemmu, byggingin er ætluð undir fiskeldi. Byggingin er á steinsteyptum sökkli og gólfplötu. Burðarvirki er úr heitgalvanhúðuðu stálsúlum og bitum. Byggingin er klædd samlokueiningum, yleiningum.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7. 2011027 - Víkursandur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon sækir um f/h lóðareiganda byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi atvinuhúsnæði samkv. teikningum frá VGS verkfræðistofa, dags. 11.11.2020. Um er að ræða þurrkklefa á 2 hæðum með umferðarrýmum að og frá.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?