Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 38

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
18.01.2023 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir 2. varamaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Við aðra umræðu á gjaldskrám ársins 2023 á fundi bæjarstjórnar 15.12.2022 kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum B og H lista. Eftirfarandi var bókað og vísað til fagnefnda.

"Fulltrúar H og B lista leggja fram tillögu um að gjaldskrá íþróttahússins verði breytt þannig að afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega verði 100%, að þau sem tilheyra þeim hópum fái frítt í ræktina eins og í sundlaug, enda hefur hreyfing mikið forvarnargildi bæði þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu, sem er sérstaklega mikilvæg þeim hópum sem hér um ræðir."

Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Hrönn Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson

Grétar Ingi Erlendsson flutti svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn vísar tillögunni til efnislegrar umfjöllunar í viðeigandi fagráðum.

Tillagan borin upp og hún samþykkt með 7 atkvæðum.

Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem koma m.a. fram ráðleggingar frá embætti landlæknis varðandi hreyfingu segir meðal annars: "Styrktarþjálfun í líkamsræktarsal er hreyfing þar sem iðkandi notar áhöld og föst tæki sem geta skaðað líkamann ef notkun og líkamsbeiting er ekki rétt. Því er mikilvægt að bjóða uppá kennslu og fræðslu í styrktarþjálfun til að stuðla að réttri líkamsbeitingu og öryggi. Elli- og örorkulífeyrisþegar hafa sjaldnast þá þekkingu og hæfni til að vera á eigin vegum í líkamsræktarsal á öruggan hátt"

Því leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að auka þjónustu til heilsueflingar við þessa hópa með því að bjóða upp á opna tíma í líkamsrækt undir leiðsögn þjálfara í tækjasal. Þjálfunin væri á ákveðnum tímum og tæki mið af færni og heilsu einstaklingsins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2301022 - Heilsueflandi samfélag
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um verkefni landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag.
Með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að gengið verði til samstarfs við embætti landlæknis um að Sveitarfélagið Ölfus gerist þátttakandi í verkefninu "Heilsueflandi samfélag" og að stofnaður verði þverfaglegur stýrihópur utanum verkefnið.

Samþykkt samhljóða.
3. 2301024 - Landsmót UMFÍ 50 plús
Minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um Landsmót 50 ára og eldri. Ungmennafélag Íslands hefur auglýst eftir aðila til að halda landsmótið sumarið 2024.

Með vísan til minnisblaðs íþrótta- og tómstundafulltrúa leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að rætt verði við stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins, sem yrði umsóknar- og framkvæmdaraðili mótsins, um áhuga Sveitarfélagsins Ölfuss um að HSK og Sveitarfélagið Ölfus sendi inn umsókn til UMFÍ um að landsmót fyrir 50 ára og eldri verði haldið í Þorlákshöfn sumarið 2024.

Samþykkt samhljóða
4. 2211005 - Beiðni frá rafíþróttadeild um flutning á aðstöðu deildarinnar
Áður tekið fyrir í nefndinni 2.11.2022 þar sem óskað var eftir áliti notenda fundarsalarins.

Með hliðsjón af svörum íþróttafélaganna, sem eru helstu notendur fundarsalarins, telur nefndin að með þeim hugmyndum að breytingum sem þar eru lagðar til þá sé möguleiki á að verða við beiðni rafíþróttadeildar Umf.Þórs. Þá væri miðað við að hefja starfsemi deildarinnar í íþróttamiðstöðinni næsta haust. Það mun fylgja því einhver kostnaður að flytja starfsemi deildarinnar en hann liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.
5. 2301021 - Tilnefningar til íþróttamanns Ölfuss 2022
Teknar fyrir tilnefningar til Íþróttamanns Ölfuss 2022.
Ákveðið að veita viðurkenningar á hátíðarsamkomu í Versölum sunnudaginn 19. febrúar nk. kl.15:00
6. 2301033 - Skíðagönguspor í Þorlákshöfn
Tillaga frá Emil Karel Einarssyni um að leggja skíðagönguspor í Þorlákshöfn.
Emil Karel Einarsson lagði fram tillögu um að skoðað yrði hvort hægt sé að leggja skíðagönguspor hér í Þorlákshöfn þegar réttar aðstæður skapast. Þá gæti áhugafólk um skíðagöngu stundað skíðagöngu hér í nágrenni bæjarins. Þetta hefur verið gert í nágrannasveitarfélögunum og hafa þá golfvellir þótt heppileg staðsetning.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Golfklúbbs Þorlákshafnar um möguleika á að leggja skíðagönguspor á golfvellinum í Þorlákshöfn og einnig kostnað við verkefnið.

Samþykkt samhljóða
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?