Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 79

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.09.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri, Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR
Lögð er fram lýsing v. aðalskipulagsbreytingar um almenna skilmála er varða nýtingarhlutfall athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæða. Í flestum tilvikum er hag sveitarfélagsins betur borgið við að nýtingarhlutfall athafnasvæða sé sem hæst. Sum fyrirtæki þurfa mikið geymslurými innanhúss en lítið sem ekkert geymslurými utanhúss. Breytingin felur í sér að að á flestum svæðum er hámarks nýtingarhlutfall hækkað svo svigrúm sé til aukinnar landnýtingar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK
-Endurkoma eftir athugasemdir frá skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við að ekki lægi fyrir samþykki frá lóðareiganda þeirrar lóðar sem var undanskilin skipulaginu. Haft var samband við þann lóðarhafa og honum kynnt áformin og þá óskaði viðkomandi eftir að hans lóð yrði tekin með í skipulagið. Því er skipulagsbreytingin lagfærð til að sú lóð verði tekin með.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
3. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði
-Endurkoma eftir lokaathugun Skipulagsstofnunnar
Í lokaathugun skipulagsstofnunnar voru gerðar athugasemdir. Skipulagið hefur nú verið leiðrétt til móts við þær athugasemdir og er hér með lagt fram að nýju.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hafnarvík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur
-Endurkoma eftir umsagnarferli
Vegagerðin gerðu athugasamdir og fór fram á að áhættumat vegna flóða liggi fyrir. Meðfylgjandi eru uppfærð gögn vegna skipulagsins þar sem tekið er tillit til athugasemda og flóðamati bætt við.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
5. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
- Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt og auglýst en nauðsynlegt er að endurauglýsa það í ljósi þess að frestur til birtingar í B-deild er liðinn.
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling við milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.

Vegna skamms fyrirvara tókst ekki að leggja fram endanlegan uppdrátt fyrir fund skipulagsnefndar en uppfærður uppdráttur verður sendur nefndarmönnum og lagður fram fyrir fund bæjarstjórnar þann 26. september.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Heilbrigðiseftirlit gerðu athugasemdir sem brugðist hefur verið við. Vegagerð bentu á að sýna þyrfti veghelgunarsvæði á uppdrætti en mörk deiliskipulagsins liggja ekki yfir veghelgunarsvæði.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2408051 - Eima - Umsögn um stofnun lögbýlis
Lögð er fram beiðni um stofnun lögbýlis á landinu Eima í Selvogi. Landeigandi hyggst stunda skógrækt á landinu á svæði sem er um það bil 50 ha. og liggur norðan við Suðurstrandaveg.
Afgreiðsla: Um er að ræða viðamikið land sem myndi nýtast vel til skógræktar. Sveitarfélagið veitir beiðninni jákvæða umsögn.
8. 2408055 - Fríðugata 8-12 - stækkun byggingarreits - óv. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar vegna Fríðugötu 8-12. Breytingin felst í stækkun byggingarreits og er hugsuð svo hægt sé að koma fyrir auknu uppbroti hússins.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2408058 - Selvogsbraut - útfærsla göngu- og hjólaþverana
Lögð eru tillögurnar tvær fyrir útfærslur gönguþverana til skoðunar.
Útfærsla 2 samþykkt.
10. 2408060 - Götuheiti í áfanga 3. og 4. Vesturbyggðar
Lagt fram DSK uppdráttur vegna götuheiti í áfanga 3. og 4. Vesturbyggðar. Lagt er til að farið verði í nafnasamkeppni eins og gert var með 1. og 2. áfanga.
Afgreiðsla: Samþykkt að farið verði í nafnasamkeppni. Skipulags og umhverfisnefnd mun svo yfirfara og ákveða vinningstillöguna.
11. 2408039 - Litla Sandfell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Eden mining sækja um framkvæmdaleyfi til að hefja efnistöku í námu sinni í Litla sandfelli. Framkvæmdaleyfið veitir heimild til efnistöku allt að 18.000.000 m3 með gildistíma til 2054. Framkvæmdaleyfið er í samræmi við aðal- og deiliskipulag sem nýlega var samþykkt.

Gerð er leiðrétting á upphaflegum gögnum sem voru send inn þar sem villu mátti finna í texta og er fyrstu blaðsíðu umsóknarinnar skipt út fyrir leiðrétta blaðsíðu.

Afgreiðsla: Tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu. Var hún samþykkt með 4 atkvæðum en Hrönn Guðmundsdóttir B-lista sat hjá.

Framkvæmdaleyfi veitt.
12. 2408062 - Uppskipting landeignar - Víkursandur 4,6,8,10,12 og 14
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Víkursandur 4, 6, 8, 10, 12 og 14. Stofnaðar eru 5 nýjar lóðir upp úr lóðinni Víkursandur 10. Merkjalýsing þessi er unnin skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Iðnaðarsvæðið Víkursandur, uppskipting lóðar dags. B.deild augl. 30.07.2024 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Merkjalýsing samþykkt.
13. 2408063 - Breytingar á stærð og staðfang lóðar - Víkursandur 1,2,3,5,7,9,16,18,20 og 22
Lagt er fram merkjalýsing um breytingu stærð og staðfang lóðar - Víkursandur 1, 2, 3, 5, 7, 9, 16, 18, 20 og 22. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi Iðnaðarsvæðisins á Sandi, dags. B.deild augl. 21.06.2017, með síðari breytingum Víkursandur 2, 4, 8, 3 og 5, dags. B.deild augl. 09.06.2021 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Afgreiðsla: Samþykkt.
14. 2408064 - Uppskipting landeignar - Víkursandur Spennistöð
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Víkursandur Spennistöð. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi Iðnaðarsvæðisins á Sandi, dags. B.deild augl. 21.06.2017, með síðari breytingum Víkursandur 2, 4, 8, 3 og 5, dags. B.deild augl. 09.06.2021 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Afgreiðsla: Samþykkt.
15. 2407040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuferja - Flokkur 2
Landeigandi sækir um heimild til að byggja viðbyggingu við hús en ekkert deiliskipulag er fyrir hendi. Almennt hafa viðbyggingar verið heimilaðar með grenndarkynningu ef heildarviðbót er ekki meiri en 18-20 %. Í þessu tilviki er um að ræða viðbót sem nemur 10,3 % af upphaflegu flatarmáli til nýtingarhlutfalls.
Afgreiðsla: Viðbótin uppfyllir skilyrði þess að fá afgreiðslu án deiliskipulags, að undanfarinni grenndarkynningu. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir nærliggjandi lóð, Kirkjuferju 2.
16. 2409010 - Merkjalýsing Klettamói 2, 4, 6 og Rásamói 7
Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðirnar Klettamóa 2, 4 6 og Rásamóa 7.
Niðurstaða: Samþykkt
17. 2409013 - Ný staðsetning fyrir auglýsingastand leikja Þórs
Ungmennafélögin Þór og Ægir óska eftir því að fá að færa skilti sem staðið hefur á lóðinni Hnjúkamóa 16 yfir Selvogsbrautina og á lóð ráðhússins. Skiltið er notað til auglýsinga á leikjum efstudeildar liða íþróttafélagana.
Afgreiðsla: Heimild veitt.
18. 2408037 - Umsókn um stöðuleyfi - Laxabraut 7 (L193591)
Sérsteypan ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir 6 starfsmannagáma á lóðinni Laxabraut. Fyrirtækið flutti nýverið starfsemi sína frá Grundartanga og þurfa gistirými fyrir 20 starfsmenn sem starfa í starfsstöðinni. Í beiðninni er farið fram á stöðuleyfi í 2 ár meðan fyrirtækið byggir upp nýja starfsstöð á víkursandi.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða. Sækja þarf um endurnýjun stöðuleyfis að þeim tíma liðnum.
19. 2409018 - Kvikmyndataka í Jósepsdal á grunni gamla skíðaskálans
Lögð er fram beiðni frá kvikmyndafyrirtækinu Truenorth um að nýta grunn gamla skíðaskálans í Jósepsdal undir kvikmyndatökur. Áætlað er að tökur fari fram í maí 2025 en ekki liggur fyrir í hversu marga daga tökurnar muni standa yfir. Fyrirtækið hyggst endurskapa byggingu á grunni gamla skíðaskálans með tölvutækni en þurfa þó að festa einingar á grunninn svo tölvufólk hafi viðmiðunarpunkta.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdin fari fram eins og lýst er í erindinu. Mikilvægt er að framkvæmdin sé unnin í samstarfi við vélhjólaklúbbinn vík sem er með vélhjólabrautir þarna á svæðinu. Þá er ítrekað að frágangur skal vera til fyrirmyndar og svæðið skilið eftir eins og það var áður en tökur hófust.
20. 2409014 - Breyttir fundartímar skipulagsnefndar
Fundartímar skipulags- og umhverfisnefndar voru áður á fimmtudögum en svo þurfti að færa fundina vegna skörunar við fundi bæjarráðs sem einnig voru á fimmtudögum kl. 8:15. Nú hafa fundir bæjarráðs verið færðir á ný og eru í hádeginu á fimmtudögum í stað morgna.
Það myndi henta mun betur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins að hafa fundi skipulags- og umhverfisnefndar á fimmtudögum þar sem þá væri mögulegt að senda fundarboð út á mánudegi í stað föstudaga. Því er lögð fram tillaga að breyttum fundartímum þannig að fundir verði framvegis á fimmtudögum klukkan 8:15.

Afgreiðsla: Umræðu um fundartíma frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?