Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 3

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111020 - Uppbygging vatnsveitu Þorlákshafnar
Lagt er fyrir nefndina tillögur ásamt kostnaðaráætlunum um framkvæmd og eftirlitskostnað af næstu skrefum sveitarfélagsins við skipulagningu og stjórnun vatnstöku í nágrenni Þorlákshafnar.
Skrefin byggja á niðurstöðum skýrslu Vatnaskila þar sem lagt var mat á núverandi ástand auðlindarinnar og viðbrögð hennar við fyrirhugaðri vinnsluaukningu og þeim
ástandsbreytingum sem vinnsluaukningin getur haft í för með sér. Ein meginniðurstaða greiningarinnar er að brýnt sé að skipuleggja vatnstökuna og koma strax á fót auðlindastjórnun og vöktun auðlindarinnar til að tryggja að framtíðarnýting hennar verði með
sem minnstum árekstrum milli vinnsluaðila og að umhverfisáhrif verði sem minnst.

Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu leggur til við bæjarstjórn að farið verði í 1. áfanga samkv. minnisblaði Vatnaskila
2. 2111019 - Vatnsveita Ölfusborgir
Erindi frá Hveragerðisbæ um að vatnsveita fyrir sumarhúsabyggð í Ölfusborgum verði tengt við vatnsból í eigu Sveitarfélagsins Ölfuss. sjá minnisblað.
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu tekur jákvætt í beiðni sameignafélags Ölfusborga um að tengjast vatnsveitu Ölfuss og felur sviðsstjóra að óska eftir frekari gögnum og fylgja málinu eftir.
3. 2111036 - Álagning vatnsgjalds
Stjórn vatnsveitu fór yfir fjárhagsstöðu vatnsveitunar.
Afgreiðsla: Í ljósi þeirra miklu fjárfestinga sem og viðhalds sem eru framundan leggur stjórn vatnsveitu það til að álgningarprósenta vatnskatts verði 0,12%. Ennfremur áréttar stjórn vatnsveitu mikilvægi þess að endurnýja vatnsmæla og koma fyrir mælum þar sem við á.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?