Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 23

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.01.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Elliði Vignisson .
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201011 - Íbúðir á hafnarsvæði
Í nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags var fjallað nýlega um Meitilshúsið og möguleika á að þar verði heimilað að hafa íbúðir en bæjarstjórn hafði áður fjallað um málið á þeim forsendum. Þar sem skipulagsreglugerð heimilar ekki að íbúðir séu á hafnarsvæði er nærtækast að breyta aðalskipulagi þannig að svæðið umhverfis húsið tilheyri miðsvæðinu í Þorlákshöfn.


Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemd við niðurstöðu nefndar um endurskoðun aðalskipulags svo fremi sem íbúum á tilgreindu hafnarsvæði sé ljóst að starfsemi á nálægu hafnarsvæði fylgja umsvif vegna umferðar, hávaða, foks jarðefna og lyktar sem eðlilegt er að fylgi hafnarstarfsemi. Þannig sé í skipulagi tryggt að hafnarstarfsemi hefur forgang á öllu skipulagssvæði hafnarinnar og öll önnur not hafi víkjandi rétt.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri lagði fram fundargerð og fór yfir stöðu framkvæmda.

Fyrir liggur að framkvæmd er hafin. Unnið er við að sprengja í námu Landeldis, breikka slóða og undirbúa vinnubúðir. Búið að sprengja gróft áætlað um 8000 m3.
Það eru 12 starfsmenn á vegum Suðurverk við vinnu en þar af eru 2 að vinna við mölun 1-3 við slóðagerð.
Alls er komið 65.000 m3 í haug auk um 10.000 m3 í malarhaug. Búið er að afla um 20% efnis úr námu sem fer í garða .



Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2201035 - Fráveita : Þorlákshöfn
Lagt er fyrir nefndina tillaga á hreinsunarbúnaði fyrir fráveitukerfi Þorlákshafnar. Um er að ræða 1. þreps hreinsunarbúnað.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna og felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
4. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2022.
1. Breyting á sundlaugarsvæði/ný rennibraut
2. Íþróttahús/lokafrágangur lengingar og málun á þaki og gafl.
3. Nýr leiksskóli
4. Stækkun grunnskóla
5. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2
6. Gatnahönnun á nýju íbúðarsvæði 1. áfangi
7. Gatnagerð lenging Vesturbakka
8. Gatnahönnun iðnaðar- og hafnarsvæðis
9. Egilsbraut 9. Viðbygging dagdvöl.

1. Sundlaugarsvæði: Sviðstjóri falið að leita verðtilboða í rennibraut miðað við útfærslu (A) og láta klára hönnun á útsvæði við sundlaug miðað við þá útfærslu.

2. Íþróttahús. Nefndinni lýst mjög vel á sviðstjóri vinni áfram að því að fá graf listmann til að leggja drög að frágangi á gafli.

3. Leikskóli. Framkvæmda og hafnarnefnd felur sviðsstjóra að hefja þegar undirbúning að hönnun og gerð útboðsgagna. Stefnt skal að því að bjóða út verklega framkvæmd eigi síðar en 1. mars og að verkleg framkvæmd verði hafin eigi síðar en um miðjan apríl. Þá felur nefndin starfsmönnum sínum að kynna formlega drög að teikningum og forsendur nýs leikskóla á næsta fundi Fjölskyldu- og fræðslunefndar.

4. Grunnskóli. Framkvæmda og hafnarnefnd felur sviðsstjóra að hefja þegar undirbúning að hönnun í ríku samstarfi við starfsmenn grunnskólans. Stefnt skal að því að fyrstu drög að útfærslu liggi fyrir eigi síðar en 1. Mars og verði í framhaldi af því kynnt í nefndum á vegum sveitarfélagsins.

5. Hraunshverfi: Framkvæmdin boðin út í febrúar.

6. Vesturberg: Hönnun gengur vel, gert er ráð fyrir að bjóða framkvæmdina út í lok mars.

7. Vesturbakki. Framkvæmd boðin út í lok febrúar

8. Iðnaðar- og hafnarsvæði. Unnið er að frumhönnun og gert er ráð fyrir áfangaskiptri framkvæmdaráætlun feb-mars.

9. Egilsbraut 9. Útboðsgögn er nánast tilbúin unnið að smávægilegum lagfæringum áður en verkið fer í útboð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?