| |
1. 2112058 - Endurnýjun samstarfssamnings 2022 | |
Bæjarráð samþykkir endurnýjaðan samstarfssamning til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2201038 - Fýsileika athugun á framleiðslu á rafeldsneyti í Ölfusi | |
Bæjarráð þakkar kynninguna og samþykkir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2201020 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjöldum 2022. | |
Bæjarráð samþykkir drögin og þar með breyttar reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 2005022 - Frístundastyrkir barna í Sveitarfélaginu Ölfusi. | |
Bæjarráð samþykkir að upphæð frístundastyrks verði 45.000 eins og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en sú breyting verði gerð að styrkurinn nái til allra barna, óháð aldri, þannig að tækifæri til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi verði jafnað og þar með aukið.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2106045 - Vilyrði um lóð undir fiskeldisstöð | |
Bæjarráð þakkar erindið og lýsir yfir fullum skilningi á þeim forsendubresti sem óhjákvæmilega fylgir samkomutakmörkunum. Bæjarráð bendir fyrirtækinu á að í samstarfi við Ölfus Cluster vinnur Sveitarfélagið Ölfus nú að ráðstefnu um hringrásarhagkerfið. Fyrirhugað er að ráðstefnan fari fram í febrúar eða mars. Bæjarráð telur heppilegt að samtvinna fyrrgreindar vörður í viljayfirlýsingunni við ráðstefnuna enda vinnur Geo Salmo einbeitt út frá tengdri hugmyndafræði.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar | |
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á framgangi málsins og óskar eftir að hugmynd um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar verði tekin til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og fræðslunefnd sveitarfélagsins. | | |
|
7. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að skólastefnan verði endurskoðuð. Hvað varðar kostnað þá samþykkir bæjarráð að óska eftir því við fræðsluráð að lögð verði fram kostnaðaráætlun vegna verkefnsins þannig að hægt sé að taka afstöðu til kostnaðarþátttöku.
Samþykkt samhljóða. | | |
|