Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 397

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305047 - Leyfi fyrir veitingavagn
Erindi frá 2Guys/Matur ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að vera með matarvagn í skrúðgarðinum tvisvar í mánuði næstu fjóra mánuði.

Bæjarráð samþykkir að veita 2 Guys heimild til að staðsetja matarvagn í skrúðgarðinum tvisvar í mánuði, næstu fjóra mánuði enda sé það tryggt að umgengni og utanumhald sé til fyrirmyndar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2303036 - Kaup á búnaði til rykbindingar við hafnarsvæðið
Á 37.fundi framkvæmda- og hafnarnefndar óskaði hafnarstjóri eftir heimild til að fjárfesta í stórum vatnstanki sem notaður verður til rykbindingar á plani og vegstæði við höfnina. Um er að ræða kaup á nýrri haugsugu. Kostnaður er 6,5 milljónir án vsk.

Ekki er gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun ársins og er hér með óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.
3. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
Á 39.fundi framkvæmda- og hafnarnefndar óskaði hafnarstjóri eftir heimild til að setja varanlega girðingu á athafnasvæði við smábátahöfnina. Kostnaður er 18-20 milljónir m.vsk á 630 lm af girðingum með aksturs- og gönguhliði.

Ekki var gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárfestingaráætlun ársins og var því óskað eftir viðauka við áætlunina.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.
4. 2305028 - Viðhaldsdýpkun innsiglingar 2023
Á 40.fundi framkvæmda- og hafnarnefndar lagði sviðsstjóri fyrir nefndina til kynningar niðurstöður útboðs á viðhaldsdýpkun. Eitt tilboð barst í verkið. Björgun ehf. 58.592.000.- kr 109,3% Kostnaðaráætlun 53.600.000.- kr 100,0%. Ekki var gert ráð fyrir þessari dýpkun í fjárhagsáætlun ársins.

Hlutdeild sveitarfélagsins í framkvæmdinni er 20% eða kr.11.718.400 og óskar nefndin eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
5. 2305049 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2023
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands miðvikudaginn 7.júní nk.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?