Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 309

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.11.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar kallaði forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir voru gerðar.

Forseti bauð Böðvar Guðbjörn Jónsson sérstaklega velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211033 - Geo Salmo - kynning
Jens Þórðarson framkvæmdastjóri Geo Salmo kom inn á fundinn og kynnti fyrirhugðaðar framkvæmdir á vegum Geo Salmo í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn þakkar fyrir góða kynningu.
2. 2211034 - Lántökur 2022 Lánasjóður Sveitarfélaga
Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi 23. nóvember 2023 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 til tryggingar láns Hafnarsjóðs Þorlákshafnar kt. 420190-1909 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstóli allt að kr. 200.000.000 með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til hafnargerðar í Þorlákshöfn sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Ölfuss skuldbindur hér með Sveitarfélagið Ölfus kt. 420369-7009 sem eiganda að Hafnarsjóði Þorlákshafnar kt. 420190-1909 til að selja ekki eignarhlut sinn í Hafnarsjóði Þorlákshafnar til einkaaðila í heild eða að hluta fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Sveitarfélagið Ölfus selji eignarhlut í Hafnarsjóði Þorlákshafnar til annarra opinberra aðila skuldbindur sveitarfélagið sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Elliða Vignissyni kt. 280469-5649 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar“.

Elliði Vignisson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Tekið var stutt fundarhlé kl. 17:30, fundi framhaldið kl.17:35

Samþykkt samhljóða.
3. 2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð
Síðari umræða um tillögu að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Bæjarstjórn tók á ný til umfjöllunar tillögu að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda til síðari umræðu. Lögð er til sú breyting að grunnur gatnagerðargjalds einbýlishúss, með eða án bílskúrs, hækki úr 8,5% í 9,5%, par-, rað-,tvíbýlishús- og keðjuhús með eða án bílskýlis hækki úr 8,5% í 9,5%, fjölbýlishús með eða án bílskýlis hækki úr 7% í 7,5% og iðnaðar- geymsluhúsnæði og annað atvinnuhúsnæði hækki úr 3,0% í 3,5%. Að öðru leyti er samþykkt um gatnagerðargjald fyrir Sveitarfélagið Ölfus óbreytt.

Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.

Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt samhljóða.
4. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2023 og gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2023 til fyrri umræðu. Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrárnar hækki um 9,3%.
Elliði Vignisson tók til máls.

Lagt er til að vísa gjaldskrám vegna ársins 2023 til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
5. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2023 til 2026.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2023 verði 3.549.755 þús. kr. og rekstrargjöld: 3.148.685 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði: 112.512 þús kr. og afskriftir 127.203 þús. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur 161.355 þús. kr.

Sé litið til samstæðurnar má sjá að ráðgert er að rekstrartekjur verði 4.241.745 þús. kr. og rekstrargjöld: 3.441.628 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 209.018 þús. kr. og afskriftir 257.912 þús. kr. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 333.188 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2023 verði 764.060 þús. kr. og að fjárfesting nemi 1.451.775 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 239.980 þús. en samhliða verði tekin ný lán að upphæð 710 milljónir króna.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 590,3 milljónir, fjárfestingar hafnarinnar 670,3 milljónir, vatnsveitu 39,5 milljónir, þjónusta við aldraða 120,5 milljónir og fráveitu 28,6 milljónir. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á 1.451 milljón.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 291 milljón árið 2024, 235 milljónir árið 2025 og 221 milljón árið 2026. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða a-hluta verði 126 milljónir árið 2024, 53 milljónir árið 2025 og 29 milljónir árið 2026.

Tölur eru í þúsundum króna

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2023:
Rekstrartekjur: 3.549.755
Rekstrargjöld: 3.148.685
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (112.512)
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 161.355
Veltufé frá rekstri: 389.139
Fjárfesting : 592.800
Afborganir langtímalána: 181.119
Handbært fé í árslok: 173.675

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2023:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs: 139.168
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 49.533
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða: (16.061)
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra: (11.179)
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 18.371
Rekstrarniðurstaða Uppgræðslusjóðs: (8.000)

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2023:
Rekstrartekjur: 4.241.745
Rekstrargjöld: 3.441.628
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (209.018)
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 333.188
Veltufé frá rekstri: 764.060
Fjárfesting : 1.451.775
Afborganir langtímalána: 239.980
Handbært fé í árslok : 290.762

Elliði Vignisson tók til máls og fylgdi fjárhags- og framkvæmdaáætluninni úr hlaði. Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls.

Lagt er til að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
6. 2211025 - Reykjadalur
Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis þann 10.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gagnrýnir harðlega hugmyndir sveitarstjóra Ölfuss sem birtust í Morgunblaðinu um að skoða eigi orkunýtingu í Reykjadal. Allar rannsóknir hafa sýnt fram á það að áhrif vegna hugsanlegra orkunýtingar á svæðinu hefðu veruleg áhrif á Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við Reykjadal. Bæjarstjórn telur afar óábyrgt af sveitarstjóra Ölfuss að tala um að skoða eigi orkunýtingu á svæðinu þar sem mikil óvissa ríkir um áhrif á loft, vatnslindir og náttúru og hvetur til að náttúran verði látin njóta vafans. Reykjadalurinn og svæðið í kring hefur síðustu ár verið í friðlýsingarferli sem því miður var stöðvað af sveitarfélaginu Ölfusi fyrir um ári síðan. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ætíð verið á móti orkunýtingu á svæðinu eða allt frá því að hugmyndir um Bitruvirkjun voru uppi á borðinu. Ljóst er að allar framkvæmdir á svæðinu myndu draga úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru. Svæðið, sem er á náttúruminjaskrá, er einn vinsælasti áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár.

https://www.hveragerdi.is/is/stjornkerfi/baejarstjorn/fundargerdir/baejarstjorn/524


Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Ölfuss lýsir furðu sinni á framgöngu nágranna sinna í Hveragerði í þessu máli. Sérstaka undrun vekur að bæjarstjórn Hveragerðis velji skeytasendingar á bæjarstjórn og orðaleppa í fjölmiðlum sem farveg til samstarfs. Þar kveður við nýan tón í samskiptum þessara sveitarfélaga. Með samtali hefði mátt leiðrétta a.m.k. hluta af þeim misskilningi sem framganga bæjarstjórnar Hveragerðis ber með sér.

Bæjarstjórn Ölfuss vill gera sérstaka athugasemd við að stjórnvaldið bæjarstjórn Hveragerðis velji að persónugera mál sem þetta í starfsmanni Sveitarfélagsins Ölfuss, í þessu tilviki bæjarstjóra, enda byggir málið allt á formlegri samþykkt bæjarstjórnar. Vísast þar til svohljóðandi afstöðu bæjarstjórnar Ölfuss eins og fram kemur í fundargerð 290. fundar hennar:

"Bæjarstjórn fagnar áherslum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um aukna aðkomu að viðkvæmum náttúruperlum í sveitarfélaginu. Eins og komið hefur fram telur bæjarstjórn mikilvægt að við friðlýsingu á Reykjatorfunni sé ekki eingöngu horft til ferðaþjónustu heldur verði samhliða mótuð stefna um nýtingu á þeim umhverfisvænu orkuvirkjunarkostum sem þarna eru."

Ennfremur segir þar: "Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus býr í dag við skert aðgengi að orku. Sú staða er þegar orðin flöskuháls í uppbyggingu samfélagsins" og "Að gefnu samkomulagi um nýtingu orku á svæðinu lýsir bæjarstjórn sig viljuga til að vinna að friðlýsingu miðað við þá afmörkun sem fram kemur í erindi ráðuneytisins."

Bæjarstjórn Ölfus minnir á að Orkuveita Reykjavíkur sem er lang stærsti þjónustuveitandi í báðum sveitarfélögum nýtir í dag um 1.200 megavatta uppsett afl af heitu vatni og mat fyrirtækisins er að það þurfi að tvöfalda framleiðslu sína til ársins 2060 til að mæta fjölgun íbúa. Staða bæði Hveragerðis og Ölfus er langt frá því að vera trygg hvað þetta varðar.

Bæjarstjórn Ölfuss telur orkuöryggi og aðgengi að bæði rafmagni og heitu vatni meðal mikilvægra verkefna allra sveitarfélaga. Í því samhengi er rétt að minna á að stór hluti þeirrar orku sem í dag er nýtt í Hveragerði kemur úr Ölfusi og því eðlilegt að sveitarfélögin deili áhyggjum og ábyrgð í þessum málum frekar en að vera með skeytasendingar í fjölmiðlum og gagnrýni á þegar þessara hagsmuna er gætt.

Í framhaldi af þessu samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að eiga sem fyrst fund með umhverfis- og orkumálaráðherra þar sem ítrekaður er vilji Sveitarfélagsins Ölfuss til orkunýtingar á Hengilssvæðinu sem og víðar í sveitarfélaginu.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.

Bókunin var lögð undir fundinn og samþykkt samhljóða.
7. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins
Umræða um stöðu verkefnisins.
Gestur Þór Kristjánsson flutti svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn ítrekar það sem áður hefur komið fram um að:

1. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti starfsemin verður, svo sem flutningur á efni, útlit bygginga o.fl. verður málið kynnt ennfrekar fyrir íbúum og svo fremi sem fyrirtækið taki á annað borð ákvörðun um að ráðast í verkefnið verður haldin íbúakosning um framgang þess.

2. Bæjarstjórn áskilur sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins. Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt.

3. Ekki kemur til greina að efni, allt að 3 milljónum tonna, verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu eins og það er núna. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum.

4. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefinn af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina. Til að tryggja slíkt hefur umhverfis- og skipulagsnefnd skipað faghóp með arkitekt, verkfræðing o.fl. sem tryggja skulu að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það.

5. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Böðvar Guðbjörn Jónsson, Gestur Þór Kristjánsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Böðvar Guðbjörn Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er mikil brotalöm að lög um mat á umhverfisáhrifum séu það löskuð að neikvæð niðurstaða hefur ekki föst áhrif og að hægt sé að hunsa neikvætt, jafnframt talið ólöglegt, umhverfismat í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Nú var Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gagnrýnin í sinni umsögn og taldi skýrsluna ekki innihalda lýsingu og mat á raunhæfum kostum og þar af leiðandi uppfylli hún ekki skilyrði laganna. Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru einnig gagnrýnin á framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar eins og hún birtist í skýrslu fyrirtækisins.

Fjölmargir íbúar vilja fá að segja sína skoðun um áframhaldandi viðræður við Heidelberg með íbúakosningu. Við teljum það vera góða leið til að ná sátt um málið í okkar samfélagi.

Böðvar Guðbjörn Jónsson varabæjarfulltrúi H-lista og Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi B-lista.

Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir fulltrúar D-listans í bæjarstjórn árétta það sem áður hefur komið fram. Afstaða undirritaðra er óbreytt og það er afdráttarlaust að ef fallast ætti á tillögur Heidelberg um uppbyggingu verksmiðju hér í bæ verður að mæta öllum þeim kröfum sem meirihluti D lista hefur sett fram.

Undirrituð lýsa einnig yfir verulegum áhyggjum af þeim vinnubrögðum sem tilteknir fulltrúar minnihlutans hafa kallað eftir, þ.e. stöðvun viðræðna og íbúakosningu um málið áður en tillaga lóðarhafa liggur fyrir. Telja undirrituð fulla ástæðu til að ætla að slík stjórnsýsla væri í fullkominni andstöðu við gildandi lög og heimildir sveitarstjórnar í þessu máli á þessum tímapunkti.

Fari svo að verkefnið fari lengra í þróun er viðbúið að til skipulagsbreytinga þurfi að koma, og á þeim tímapunkti hefur sveitarfélagið tök á, og ástæðu til, að kanna afstöðu íbúa til málsins og taka í framhaldinu ákvörðun. Því tímamarki hefur ekki enn verið náð.

Erla Sif Markúsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Grétar Ingi Erlendsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir bæjarfulltrúar D-lista.

Gert var fundarhlé.

Eftir orðalagsbreytingar á tillögunum sem forseti lagði fram í upphafi voru greidd atkvæði um tillögurnar og voru þær samþykktar samhljóða.

Hrönn Guðmundsdóttir, Böðvar Guðbjörn Jónsson og Grétar Ingi Erlendsson gerðu grein fyrir atkvæði sínu.
8. 2112059 - Verkfallslisti
Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 ber fulltrúum atvinnurekanda að auglýsa verkfallslista, að undangengu samráði við stéttarfélög, eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Fyrir fundinum liggur skrá yfir þá starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss sem undanskildir eru verkfallsheimild.

Bæjarstjórn samþykkir skrá yfir þá starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss sem undanskildir eru verkfallasheimild og felur sviðsstjóra að auglýsa listann í Stjórnartíðindum.

Samþykkt samhljóða.
9. 2203021 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar - fækkun lóða í Orkugarði
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferð á breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Vegna athugasemdanna hefur lóð og byggingarreitur fyrirhugaðrar dælustöðvar norðan Suðurlandsvegar ofan Hveradalabrekku verið felld út þar sem dælustöðin var utan skilgreinds iðnaðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2211022 - DSK Deiliskipulag Bakki 2 - stofnun lóðar
Sigurður Jakobsson leggur fram deiliskipulagstillögu sem skilgreinir lóð úr landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við samþykkt nefndarinnar á 37. fundi. Þá var stofnun lóðar og nafnabreyting samþykkt með fyrirvara um deiliskipulag. Lóðin fær nafnið Bæjarbrún í samræmi við þá samþykkt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
12. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar vestan við Keflavík
VSÓ ráðgjöf leggur fram deiliskipulagtillögu fyrir hönd lóðarhafa af fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan Keflavíkur. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir mannvirki og sýnd staðsetning útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á að gera þarf nánari grein fyrir frágangi göngu- og reiðstíga og gæta að fjarlægð milli þeirra og að leiðir lokist ekki á framkvæmdatíma. Leitast skal við að halda ljósmengun í lágmarki.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2211023 - ASK Núpanáma breyting á aðalskipulagi
Efla leggur fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Núpanámu. Umfangi skipulagssvæðisins er breytt og efnismagn aukið.
Til stendur að nýta efni úr námunni við næsta áfanga Suðurlandsvegar framhjá Hveragerði.
Vegagerðin hefur sent matsspurningu til Skipulagsstofnunnar vegna málsins. Í gildi er deiliskipulag fyrir námuna sem einnig stendur til að breyta til samræmis við þessa aðalskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á 16. grein sömu laga þar sem fjallað er um að efnistökusvæði skulu ekki standa ónotuð og ófrágengin lengur en þrjú ár en vísað er til þess í lýsingunni að náman hafi ekki verið notuð síðustu ár.

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Sigurbjörg kom aftur inn á fundinn.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma
Efla leggur fram deiliskipulag fyrir Þórustaðanámu. Skipulagið er í samræmi við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í nefndinni á mars á síðasta ári.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Bent er á að gera þarf grein fyrir gönguleið upp fjallið sem er innan deiliskipulagsmarka, austan megin og núverandi göngu- og reiðleiðum innan deiliskipulagssvæðis.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2210008F - Bæjarráð Ölfuss - 385
Fundargerð 385.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 03.11.22 til staðfestingar.


1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2210040 - Beiðni um endurbætur á hljóðvist. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2210028 - Menningarmál úthlutun úr lista- og menningarsjóði Ölfuss 2022. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2110038 - Tækifærisleyfi - árshátíð starfsfólks Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2210039 - Tekjur Brunabótafélag Íslands ágóðahlutagreiðsla 2022. Til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2211001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 37
Fundargerð 37.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 02.11.2022 til staðfestingar.

1. 2209035 - Ungmennaráð - erindi frá UNICEF á Íslandi. Til kynningar.
2. 2211005 - Beiðni frá rafíþróttadeild um flutning á aðstöðu deildarinnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2211002 - Barna- og unglingastarf Golfklúbbs Þorláshafnar 2022. Til kynningar.
4. 2211001 - Tillögur vegna fjárhagsáætlun 2023. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2210009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 42
Fundargerð 42.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 31.10.22 til kynningar.

1. 2108054 - Akurholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2. 2210036 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Hnjúkamói DRE
3. 2210018 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Lyngmói
4. 2210019 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettagljúfur 13
5. 2210034 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 , Skál Árbæ.
6. 2210031 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 Bakki 1 leigulóð 193186
7. 2208009 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Ferjukot mhl 3
17. 2211005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 5
Fundargerð 5.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 16.11.2022 til staðfestingar.

1. 2210001 - Beiðni um breytingu á skóladagatali 2022-2023. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
3. 2211020 - Leikskólinn Bergheimar - vinnureglur nemendaverndarráðs. Til kynningar.
4. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2210007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 40
Fundargerð 40.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.11.22 til staðfestingar.

1. 2203021 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar - fækkun lóða í Orkugarði. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2210043 - Orkugarður - Hellisheiðarvirkjun - breyting á lóðum í. Til staðfestingar.
3. 2211007 - Raufarhólshellir - fyrirspurn um smáhýsagistingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2210030 - Selvogsbraut 43 fjölgun íbúða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2211004 - Selvogsbraut 47 - fyrirspurn um fjölgun íbúða og stækkun byggingarreits. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2210037 - Smáhýsi á lóðum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2210033 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Riftún. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2210013 - Geo Salmo stofnun lóðar fyrir fiskeldisstöð austan Keflavíkur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2210015 - Torfabær og Þorkelsgerði - leiðrétt skráning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2210009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 42. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2211006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 41
Fundargerð 41.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.11.22 til staðfestingar.

1. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar vestan við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2211022 - DSK Deiliskipulag Bakki 2 - stofnun lóðar. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2211023 - ASK Núpanáma breyting á aðalskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2211028 - Landeldi - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2211029 - Unubakki2 stofnun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2211027 - Bakki 3 - Girðing umhverfis lóð Farice. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2209020 - Vesturbakki 1 - 3 -5 og 7 Girðingar- og gróðurbelti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2211002F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 34
Fundargerð 34.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.11.22 til staðfestingar.

1. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2211009 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2023-2026. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2211003F - Bæjarráð Ölfuss - 386
Fundargerð 386.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 17.11.2022 til staðfestingar.

1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2211021 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2023. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2211015 - Þróun aðlögunaraðgerða vegna loftslagsbreytinga - boð um þátttöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2211014 - Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2211018 - Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Til kynningar.
7. 2211013 - Samráðsgátt - Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Til kynningar.
8. 2211017 - Samráðsgátt - Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til kynningar.
9. 2211016 - Nýtnivikan 2022. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
22. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 11.10.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Ölfuss hvetur áhugasama aðila í Sveitarfélaginu til að skila inn tillögu til Héraðsnefndar um að leigja eða selja Héraðskjalasafni Árnesinga húsnæði undir starfsemi þess.

Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls.

23. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 314.fundar stjórnar SOS frá 26.10.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
24. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 52.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21.10.2022, fundargerð 53.fundar frá 11.11.2022, fundargerð aðalfundar frá 11.11.2022 og skýrsla stjórnar samtakanna 2020-2022 til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
25. 2106046 - Fundargerðir og ársskýrslur Héraðsskjalasafns Árnesinga
Fyrir fundinum lágu ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2021, samstafsyfirlýsing um viðtöku og meðhöndlun opinberra skjala á rafrænu formi og minnisblað um rafræna langtímavörslu skjala á héraðsskjalasöfnum.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?