|  | |  | 
| | 3. 2503040 - Bætt aðstaða fyrir miðasölu á Þorláksvelli |  | Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram tillögu um að tekinn verði á leigu gámur hjá Stólpa Gámum til nota á Þorlákshafnarvelli til að vera með miðasölu á leiki sumarsins. Um er að ræða 8 feta gám svokallaðan vaktgám og er leigan fyrir fjóra mánuði u.þ.b. 300.000. Greinargerð: Hingað til hefur ekki verið aðstaða fyrir miðasölu á knattspyrnuleiki. Síðastliðið sumar var gámur fenginn að láni m.a. hjá höfninni/Þorlákshöfn og einnig hjá Jarðefnaiðnaði. Það er mikilvægt að bæta aðstöðuna til framtíðar og er lagt til að verði verði tekinn á leigu gámur í sumar og festa kaup á gámi á næsta fjárhagsári.
 Samþykkt samhljóða og erindinu vísað til bæjarráðs.
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 4. 2503039 - Endurskoðuð reglugerð fyrir afreks- og styrktarsjóð Ölfuss |  | Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram endurskoðaðar reglur um Afreks- og styrktarsjóð. Það hefa verið gerðar lagfæringar á texta og bætt hefur verið við reglum um afreksstyrki til liða sem leika í efstu deildum innan ÍSÍ. Reglurnar bornar upp til atkvæða og samþykktar semhljóða.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 5. 2503038 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss 2025 |  | Teknar fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð. Óvenju margar umsóknir bárust að þessu sinni eða 11 talsins. Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:
 Emma Hrönn Hákonardóttir kr. 100.000. vegna Evrópumóts U 20 landsliðs kvenna í körfuknattleik.
 Gígja Rut Gautadóttir  kr. 100.000. vegna Evrópumóts U 20 landsliðs kvenna í körfuknattleik.
 Tómas Valur Þrastarson k. 100.000. vegna Evrópumóts U 20 landsliðs karla í körfuknattleik.
 Jóhanna Ýr Ágústsdóttir kr. 200.000 vegna Evrópumóts og Norðurlandamóst U 18 landsliðs kvenna í körfuknattleik.
 Styrmir Snær Þrastarson kr. 100.000 vegna Evrópumóts karla í körfuknattleik.
 
 Þar sem ekki liggur fyrir um endanlegt val á landsliðshópunum eru styrkirnir veittir með fyrirvara um að viðkomandi leikmenn verði valdir í lokahóp.
 
 Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs kr. 120.000 vegna æfingaferðar 12 stúlkna í 8. og 9. flokki til Gautaborgar.
 Fimleikadeild Umf. Þórs kr. 300.000 vegna æfingaferðar 30 stúlkna til Ítalíu.
 Rafíþróttadeild Umf. Þórs kr. 100.000 vegna Ljósleiðaradeildarinnar í rafíþróttum.
 Anna Laufey Gestsdóttir kr. 25.000 vegna ferða með kvennaliði Umf. Selfoss.
 Olga Lind Gestsdóttir kr. 25.000 vegna ferða með kvennaliði Umf. Selfoss.
 Unnur Rós Ármannsdóttir kr. 25.000 vegna keppnisgjalda í hestaíþróttum.
 
 
 
 
 
 
 
 |  |  |  |  | 
 | 
 | |  | 
| | 1. 2503042 - Ársskýrsla Æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Ljúfur 2024 |  | Lögð fram til kynningar ársskýrsla æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Ljúfs og er það í samræmi við samstarfssamning á milli Hestamannafélagsins Ljúfs og Sveitarfélagsins Ölfus. Nefndin þakkar kynninguna
 |  |  |  |  | 
 | 
 | |  | 
| | 2. 2503041 - Ársskýrsla Æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Háfeta 2024 |  | Lögð fram til kynningar ársskýrsla æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Háfeta og er það í samræmi við samstarfssamning á milli Hestamannafélagsins Háfeta og Sveitarfélagsins Ölfus. Nefndin þakkar kynninguna
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 6. 2504054 - Starfsárið 2024-2025 hjá Unglingadeildinni Strump |  | Lögð fram til kynningar ársskýrsla æskulýðsnefndar Strumps unglingadeildar Björgunarsveitarinnar Mannbjargar og er það í samræmi við samstarfssamning á milli björgunarsveitarinnar og Sveitarfélagsins Ölfus. Nefndin þakkar kynninguna.
 |  |  |  |  | 
 |