Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 47

Haldinn í fjarfundi,
02.09.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar
Í upphafi fundar var rætt um að senda fundarmönnum í gegnum bæjarskrifstofu drög að fundalúppu vetrarins, fimmtudaga á ca. 6 vikna fresti kl. 15.00.

Þá var samþykkt samhljóða að bæta við einum dagskrárlið að beiðni skólastjóra um upplýsingatæknimál.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri kynnti stöðuna á málefnum grunnskólans við skólabyrjun, m.a. vinnu sem fram fór á starfsdögum starfsfólks í ágúst, breytingar á starfsmannahaldi og skólasetningu og skólabyrjun m.t.t. smitvarna. Þá upplýsti skólastjóri um að skráðir nemendur við skólann séu nú 246 en voru 247 við upphaf síðasta skólaárs. Einnig kynnti skólastjóri áherslur í starfi vetrarins, þ.e. Uppeldi til ábyrgðar, aukna notkun upplýsingatækni, teymiskennslu kennara, umhverfismál og fyrirætlanir um að stíga skref í þá átt að verða réttindaskóli Unicef. Greindi skólastjóri frá því að fyrsta skólavikan hafi farið vel af stað, kennsla hefst nú 15 mín seinna en áður eða kl. 8:15. Hafragrautur er jafnframt í boði fyrir alla nemendur frá kl. 8-8:15 frá og með mánudeginum 30. ágúst. Loks fjallaði skólastjóri um að fundað hafi verið með hönnuði og byggingafulltrúa sveitarfélagsins varðandi stækkun skólans. Á fundinum voru hugmyndir af stækkun ræddar og næstu skref í málinu. Fyrirhugað er að leggja fram Starfsáætlun skólaársins 2021-2022 á næsta fræðslunefndarfundi.
Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar því að unnið sé að áhugaverðum framfaramálum í skólastarfi sveitarfélagsins, m.a. verkefninu um réttindaskóla Unicef og að farið sé að huga að hugmyndavinnu varðandi fyrirhugaða stækkun skólans.
2. 2109004 - Upplýsingatæknimál Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Skólastjóri kynnti heimsókn fulltrúa skólans að skoða skólabyggingu/viðbyggingu í Hveragerði og sérstaklega upplýsingatæknilausnir í því sambandi.
Skólafólk hefur ýmsar hugmyndir í þessa vegu og vilji stendur til þess að stofna starfshóp með fulltrúa frá fræðslunefnd.
Í Hveragerði hefur þetta verið unnið út frá heildarlausn fyrir skólann.
Ýmsar hugmyndir m.a. um notkun Chromebook tölva. Hugmyndin væri að setja stefnu í upplýsingatæknimálum til 7-10 ára.
Nefndin þakkar upplýsingarnar og samþykkir að skipa á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?