Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 428

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.09.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi
Fyrir fundinum lá erindi frá Brynju leigufélagi ses. um það hvort Sveitarfélagið Ölfus sé tilbúið að skoða stofnframlög til íbúða á vegum Brynju leigufélags í sveitarfélaginu. Um er að ræða 12% stofnframlag.


Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar.
Minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi málefni tjaldstæðisins í Þorlákshöfn þar sem samningur við núverandi umsjónarmenn er að renna út.

Bæjarráð þakkar erindið og felur starfsmönnum sínum að segja upp gildandi samningum. Þá vísar bæjarráð umræðu um framtíðarfyrirkomulag tjaldsvæðis til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Að öðru leyti er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

Samþykkt samhljóða.
3. 2405108 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024. Í viðaukanum er fjárfesting ársins lækkuð um 156,3 milljónir nettó. Lækkunin er tilkomin vegna verkefna sem ekki verður farið í á árinu og vegna sölu á eign.

Lækkun á rekstrartekjum í viðauka er 120,1 milljón frá upphaflegri áætlun. Um er að ræða breytingar á nokkrum liðum en mestu munar um aukið fjármagn til rekstur leikskóla vegna fjölgunar og inntöku yngri barna.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka.

Samþykkt samhljóða.
4. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggur fram tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025-2028.

Bæjarráð samþykkkir fyrirliggjandi tímaramma og það vinnulag sem hann felur í sér.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?