Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 56

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
21.08.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Eftirlitsmaður með hafnarframkvæmdum Sigurður Ás Gréttarsson mætti á fund undir lið 1 og 2 og fór yfir stöðu framkvæmda.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Sviðstjóri leggur niðurstöður tilboða í rennibraut fyrir nefndina.
Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboðum Altis ehf og Á Óskarsson ehf.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að tilboði Á Óskarsson með lokaðan turn og dagsbirtuhringjum verði samþykkt og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
4. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
1. Breytingar Hafnarbergi 1.
Unnið að breytingum á lögnum raf- og loftræstingu
2. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða:Verkinu er að mestu lokið. Smá lokafrágangur eftir og verktaki á eftir að setja upp ljóskúpla sem verkkaupi skaffar (eru í pöntun)
3. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2.
Hönnun veitna er á lokametrum, útboðsgögn ættu að klárast í lok ágúst.

4. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.
Verkstaða:
Öllum framkvæmdum við götur er lokið. Lokaúttekt er í vinnslu. Verktaki er að vinna við hreinsun á umfram efni.

5. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4.
Verið er að leggja lokahönd á hönnun áfanga 4

6. Flutningur á Lat. 1 tilboð barst í verkið frá Grjótgörðum ehf uppá 17.501.000.-

7. Framkvæmdir við nýjan leikskóla
Verkstaða:
1. Verktaki er búinn að steypa plötu hússins.
2. Búið er að steypa fyrsta áfanga veggja steypu ásamt innveggjum.
3. Verktaki er byrjaður að slá upp útveggjum í austurálmu.
4. Allar lagnir í og við sökkul eru komnar, aðeins er eftir að tengja.

8. Nýtt eldhús Suðurvör 3, fyrstu drög lögð fyrir nefnd til kynningar.
9. Framtíðarstækkun grunnskóla/íþróttahús
Fundargerðir til kynningar
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 16 lögð fram ásamt samatekt vegna aukaverka.
Verkstaða: Verktaki hefur lokið við 140 metra af steyptum kantbita með pollum, kanttré og dekkjafender. Þilrekstri lauk 21. Júní sl.
Engin er á verkstaðnum en verktaki fór af verkstað vegna verkefnisskorts þann 11. júlí sl.
Viðgerðin vegna tjónsins sem Suðurverk olli á þil þann 28. Júní sl. er að mestu lokið. Eftir á að steypa í stagbita og sjóða saman gaflskeyti. Koma þarf einnig fyrir 3 stögum í framhliðin vegna þess að hún gekk út um 3-5 cm. Stefnt að því að steypa í bita strax eftir helgi.
Fullreka hefur þurft flestar plötur í gafli með lofthamri að sögn verktaka.
Næstu 2 vikur:
Verktaki verður í fríi næstu 2 vikur en kemur eftir frí ef viðgerð verður lokið en henni verður lokið í næstu viku að mati eftirlits. Mun koma gaflstögum fyrir, steypa í stagbita gafls, ljúka við boltun og fylla svo að þili og djúpþjappa. Að því loknu hefst vinna við kantbita.
Verkkaupi hefur boðið verktak að steypa upp rafmagnshús og að vinna að viðgerð við Skarfaskersbryggju.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 60 lögð fram.
Verkstaða: Unnið er við uppúrtekt og að sprengja upp leifar Suðurvararbryggju. Skessan er biluð er vonast að varahlutir berist fljótlega. Verktaki er einnig að vinna við viðgerð á þili eftir að hann olli tjóni á því þegar hann var að sprengja kerjabryggju nálægt þili. Þilið er komið tilbaka en eftir er að sjóða og ganga frá þilboltum, stagbita í gafli, steypa í stagbita og fylla.
Búið er að mala um 13 þús. rúmmetrar. Mölunarvél væntanleg fljótlega til að bæta við efni.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður fram á miðvikudag en eftir það verður skessan við vinnu fram á föstudag og eftir verslunarmannahelgi en annars verður verktaki í fríi frá miðvikudeginum 31 júlí til 12 ágúst . Sprengt eða fleygað eftir því sem þörf er á.
Gert er ráð fyrir hefja upphækkun bryggjugarðs 29. júlí, mánudag fyrir verslunarmannahelgina. Verktaki hefur 2 vikur meðan Hagtak er í fríi um verslunarmannahelgina.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?