Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 46

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.06.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Írena Björk Gestsdóttir 1. varamaður,
Hallfríður Snorradóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, Bjarney Björnsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2106040 - Tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna.
Formaður kynnti tilnefningar sem formaður sendi inn í samráði við skólastjóra.
Tilnefnd voru bæði kennarar og verkefni.
Verkefnið Valgreinar á unglingastigi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn ? fjölbreytt námsframboð fyrir um 70 nemendur í 8.-10. bekk var tilnefnt í flokknum framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur.
Þá voru kennararnir Guðlaug Einarsdóttir og Garðar Geirfinnsson tilnefnd í flokknum framúrskarandi kennari.
Í flokknum framúrskarandi þróunarverkefni var Skjálftinn hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Árnessýslu tilnefndur.

Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2105016 - Skólar á Grænni grein.
Bréf Landverndar um verkefnið Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) lagt fram til kynningar.
Bæði leikskóli og grunnskóli sveitarfélagsins eru þátttakendur í verkefninu og er unnið markvisst með það í skólunum.

Nefndin þakkar kynninguna.

3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi skólans undanfarið, m.a. lokunum vegna Covid og viðburðum s.s. upplestrarkeppnum í 4. og 7. bekk.
Þá kynnti skólastjóri fyrir nefndarmönnum velheppnaða framkvæmd á hæfileikakeppninni Skjálftanum, sem Ása Berglind Hjálmarsdóttir kennari við skólann á veg og vanda af.
Nemendur skólans lentu í öðru sæti í keppninni í þetta sinn.
Þá hafa vordagar verið sérlega viðburðaríkir með vorferðum og fjölgreindaleikum.
Síðasta skóladag ársins heimsóttu forsetahjónin skólann í opinberri heimsókn sinni í Ölfus og kom þar fram kór skólans ásamt Jóni Jónssyni tónlistarmanni í boði foreldrafélagsins.
Að lokum greindi skólastjóri frá niðurstöðu skólaþings nemenda í mars þar sem fram kom eindreginn vilji nemenda til að byrja skóladaginn aðeins seinna og var í framhaldinu ákveðið að kennsla hefjist kl. 8.15 á næsta skólaári þó opnun skólans verði sú sama.
Þá verður jafnframt boðið upp á hafragraut fyrir nemendur frítt fyrir alla sem það vilja.

Nefndin þakkar kynninguna og fagnar sérstaklega frumkvæði og framkvæmdasemi við að koma Skjálftanum á fót sem og spennandi breytingum á morgunrútínu nemenda á næsta skólaári.
4. 1805048 - Leikskólinn Bergheimar Skóladagatal.
Leikskólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi leikskólans í vetur en Bjarney tók við sem leikskólastjóri í maí.
Leikskólastjóri fór yfir hvernig samkomutakmarkanir og sóttvarnir hafa haft áhrif á starfsemina í vetur.
Leikskólastjóri fór aðeins yfir starfsmannamál á stofnunni og fjölda barna, sem og húsnæðismál skólans á komandi vetri.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
5. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi leikskólans í vetur, en Bjarney tók við sem leikskólastjóri í maí. Leikskólastjóri fór yfir hvernig samkomutakmarkanir og sóttvarnir hafa haft áhrif á starfsemina í vetur. Leikskólastjóri fór aðeins yfir starfsmannamál á stofnunni og fjölda barna, sem og húsnæðismál skólans á komandi vetri.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?