Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 352

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Einnig var óskað eftir því að taka inn með afbrigðum mál. nr. 2202001 Atvinnustefna Ölfuss og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Fyrir bæjarstjórn liggur fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir 2026-2029 til síðari umræðu.
Elliði Vignisson tók til máls og fór yfir fjárhagsáætlunina og þær breytingar sem urðu á milli umræðna.

Lykiltölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 eru sem hér segir í þúsundum króna:

A-hluti 2026:
Tekjur alls kr. 5.050.945
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 4.436.876
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 322.689
Handbært fé frá rekstri kr.603.381
Afborganir langtímalána kr. 200.296
Handbært fé í árslok kr. 326.769

Fjárhagsáætlun B-hluta 2026:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr.271.041
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu, hagnaður kr. 51.690
Íbúðir eldri borgara, tap kr. 5.404
Félagslegar íbúðir, tap kr. 11.875
Fráveita Ölfuss, hagnaður kr. 80.625

Fjárhagsáætlun samstæðu Ölfuss 2026:
Tekjur alls kr. 6.108.185
Gjöld alls kr. 4.788.108
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 708.766
Handbært frá rekstri kr. 1.736.575
Afborganir langtímalána kr. 294.372
Handbært fé í árslok kr. 430.070

Þá er ráðgert að A-hluti verði rekinn með 342 millj. króna hagnaði árið 2027 og samstæða með 790 millj. króna hagnaði. Árið 2028 er ráðgert að A hluti skili 480 millj. króna hagnaði og samstæða 971 millj. króna hagnaði. Þá gerir áætlun ráð fyrir að árið 2029 skili A hluti 699 millj. króna hagnaði og samstæða 983 millj. króna hagnaði.

Fjárfestingar samstæðunnar árið 2026 eru áætlaðar 2.808 milljónir nettó og að lántaka verði 830 milljónir hjá hafnarsjóði. Skuldahlutfall ársins 2026 verður 66,8% og reiknað skuldahlutfall skv.lögum verður 55,1%.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 sett í atkvæðagreiðslu og hún samþykkt samhljóða.

2. 2511037 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2026
Fyrir fundinum liggja gjaldskrár Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2026 til síðari umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2026.

Samþykkt samhljóða.
3. 2511055 - Gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss 2026
Gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2026 til síðari umræðu.
Gjaldskrá velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2026 samþykkt samhljóða.
4. 2511070 - Gjaldskrá Þorlákshafnar 2026
Gjaldskrá Þorlákshafnarhafnar fyrir árið 2026 - síðari umræða.
Gjaldskrá Þorlákshafnar fyrir árið 2026 samþykkt samhljóða.
5. 2511053 - Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Héraðsskjalasafns Árnesinga - síðari umræða.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samþykktirnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
6. 2511054 - Samþykktir Listasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Listasafns Árnesinga - síðari umræða.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samþykktirnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
7. 2511052 - Samþyktir Byggðasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Byggðasafns Árnesing - síðari umræða.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samþykktirnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
8. 2512216 - Tillaga að breytingum á umgjörð og rekstri Sorpstöðvar Suðurlands
Erindi stjórnar SOS til SASS vegna breytinga á umgjörð og rekstri SOS sem þarfnast aðkomu SASS var tekið fyrir á stjórnarfundi SASS 5.desember sl. Á fundinum samþykkti stjórn SASS aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög með fyrirvara um samþykki aðildarsveitarfélaga SASS. Jafnframt var samþykkt að senda málið til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga SASS til samþykktar og gert ráð fyrir að afgreiðsla þeirra vegna málsins liggi þannig fyrir á fyrirhuguðum aukaaðalfundi SOS sem haldinn verði eigi síðar en 12. janúar 2025.
Í ljósi framangreinds er þess óskað að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga SASS taki þennan lið sérstaklega fyrir.

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög.

Samþykkt samhljóða.


9. 2512049 - Kirkjuferja - Fjórar íbúarlóðir - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Kirkjuferju. Skipulagið felur í sér að stofnaðar eru fjórar 1 ha. íbúðalóðir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Vilhjálmur Baldur vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Vilhjálmur Baldur kom aftur inn á fundinn.
10. 2511071 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur í Hverahlíð
Sótt er um framkvæmdaleyfi til borunar tveggja rannsóknarborhola í Hverahlíð og lagningu slóða að þeim.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt. Slóðar sem verða til við rannsóknar- eða vinnsluboranir skulu opnir almenningi að rannsóknarborun lokinni.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2512124 - Gerðakot - Frístundahús - Nýtt deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gerðakot (landnr. 173435). Tillagan tekur til einnar lóðar sem skráð er 5.050 m² að stærð, skv. HMS. Lóðin er ætluð fyrir frístundahús, gestahús og geymslu/gróðurhús.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að sveitarfélagið rekur hvorki vatnsveitu né ljósleiðara á svæðinu. Afla þarf samþykkis stjórnar vatnsveitu áður en skipulagsferli lýkur.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust á umsagnartíma og er lagt fram uppfært skipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2512090 - Hafnarsvæði H1 - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Hafnarsvæði H1. Í skipulaginu er gert ráð fyrir allt að 23 lóðum fyrir hafnsækna starfsemi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2512150 - Miðbær Þorlákshafnar - uppskipting lóða - óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á skipulagi miðbæjar Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér uppskiptingu lóða á skipulaginu þannig að hvert hús verði staðsett á sér lóð.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefnarinnar staðfest.
15. 2511026 - Kirkjuferjuhjáleiga DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir tvær lóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Deiliskipulagið tekur til fyrirhugaðar uppbyggingar á rúmlega 5,3 ha landspildu á jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu (L171749) í sveitarfélaginu Ölfus. Stofnaðar eru tvær lóðir á landbúnaðarlandi þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2202001 - Atvinnustefna Ölfuss
Fyrir fundinum liggur skýrsla um atvinnustefnu Ölfuss 2025-2030 til staðfestingar.

Atvinnustefna Ölfuss sett í atkvæðagreiðslu og hún samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2511016F - Stjórn vatnsveitu - 25
Fundargerð 25.fundar vatnsveitu frá 24.11.2025 til staðfestingar.

1. 2511077 - Gjaldskrá vatnsveitu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2203022 - Kaldavatns lögn að Akurholti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2511043 - Framtíðar uppbygging á dreifikerfi vatnsveitu fyrir þéttbýlið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2511013F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 77
Fundargerð 77.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 24.11.2025 til staðfestingar.

1. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2511064 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2512003F - Bæjarráð Ölfuss - 455
Fundargerð 455.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 04.12.2025 til staðfestingar.
1. 2511079 - Lista og menningarsjóður Ölfuss - umsóknir 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2512038 - Beiðni um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2512005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 104
Fundargerð 104.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.12.2025 til staðfestingar.

1. 2511071 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur í Hverahlíð. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2511084 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Hafnarsandur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2512049 - Kirkjuferja - Fjórar íbúarlóðir - Nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2512089 - Samkomulag um innviðauppbyggingu í Helluholti, Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2512090 - Hafnarsvæði H1 - Nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2512114 - Skýrsla Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar - staða vatnamála. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2512124 - Gerðakot - Frístundahús - Nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2512150 - Miðbær Þorlákshafnar - uppskipting lóða - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2511026 - Kirkjuferjuhjáleiga DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2512151 - Beiðni um að staðsetja vegvísunar skilti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2511083 - Merkjalýsing - Uppskipting landeigna - Spóavegur 13. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2512017 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Spóavegur 12, Kjarr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2512018 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Arnarhvoll og Arnarhvoll II. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


Fundargerðir til kynningar
20. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 988.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.10.2025 og 989.fundar frá 14.11.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 24.10.2025 og fundargerð 340.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 02.12.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 630.fundar stjórnar SASS frá 07.11.2025 og 631.fundar frá 05.12.2025 til kynningar. Liður 4 á 631.fundi var tekinn sérstaklega fyrir á fundinum.

Lagt fram til kynningar.
23. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 250.fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 02.12.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?