Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 23

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
14.05.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Valur Rafn Halldórsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir 1. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001008 - Stefnumótun í Íþrótta- tómstunda og æskulýðsmálum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum, dags 24.4. 2020.
Bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með drög að stefnu í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera breytingar á skjalinu m.v. umræður á fundinum og senda til nefndarmanna til yfirlestrar. Að því loknu skal senda drög að stefnu til umsagnar hjá viðeigandi aðilum innan sveitarfélagsins.
2. 2005020 - Heilsueflandi verkefni með eldri borgurum sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara sveitarfélagsins, dags.21.febrúar 2020.
Bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu máli og telur nefndin mjög mikilvægt að farið verði í þetta verkefni en markmið þess er að virkja og hvetja eldri borgara til að byggja upp og viðhalda heilsu sinni með heilsusamlegri næringu, styrktar- og þolþjálfun og andlegri vellíðan. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kynna hugmyndina fyrir stjórn félags eldri borgara
3. 2005022 - Frístundastyrkir barna í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Lagðar fram reglur um frístundastyrk, dags.1.janúar 2017., og bókun fjölskyldu- og fræðslunefndar þar sem fram kemur að foreldrar barna af erlendum uppruna hafi ekki þekkingu á fyrirkomulagi frístundastyrkja í sveitarfélaginu og séu þ.a.l. ekki að nýta þá styrki. Einnig lögð fram samantekt íþrótta- og tómstundafulltrúa yfir þá sem nýta styrkinn. Í þeirri samantekt kemur fram að 75% erlendra barna í grunnskólanum nýta sér styrkinn.
Bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og samantekt íþrótta- og tómstundafulltrúa. Nefndin tekur undir að mikilvægt sé að kynna styrkinn ásamt öllu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu vel fyrir íbúum. Mikilvægt er að fræðsla sé um styrkinn á fleiri tungumálum og felur nefndin íþrótta- og tómstundafulltrúa að tryggja það. Einnig telur nefndin mikilvægt að fagaðilar innan sveitarfélagsins setjist niður og skoði hvaða hópur það er sem stundar engar tómstundir í sveitarfélaginu og athuga hvort ekki sé hægt að koma til móts við þann hóp.
Nefndin gerir ennfremur að tillögu sinni að breyta reglum um frístundastyrki þannig að styrkirnir nái til allra barna 18 ára og yngri og að gert verði ráð fyrir því á fjárhagsáætlun 2021.
4. 2005021 - Fyrirkomulag sumarfrístundar, leikjanámskeiðs og smíðavallar.
Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um fyrirkomulag sumarfrístundar og annarra sumarnámskeiða, dags. 31. mars 2020.
Bókun: Nefndin þakkar fyrir minnisblaðið og leggur áherslu á að metnaður sé settur í sumarnámseiðin líkt og seinustu ár og að þau verði kynnt fyrir íbúum sem fyrst.
5. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá því að vinna sé í gangi við að endurskoðun á samningum við íþróttafélögin. Borist hafa greinagerðir frá öllum félögunum sem hlut eiga að máli og er nú unnið að greiningu á þeim. Stefnt er að því að halda fund með félögunum og fara yfir samningana og þær greinagerðir sem borist hafa.
Bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs og leggja fram drög að samningum á septemberfundi nefndarinnar.
6. 2005024 - Unglingadeildin Strumpur. Ársskýrsla 2019.
Lagt fram til kynningar
7. 2005023 - Samntekt um æskulýðsstarf.
Lagt fram til kynningar
8. 2005047 - Námskeið í kassabílagerð.
Lagt fram til kynningar
9. 2005048 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Ölfus.
Rætt um að stofna vinnuhóp til að skoða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu 2020 - 2040. En erindi þess efnis hefur áður verið tekið fyrir í nefndinni.
Samþykkt að óska eftir fulltrúum í vinnuhópinn frá Umf. Þór, Knattspyrnufélaginu Ægi, Golfklúbbi Þorlákshafnar, Hestamannafélaginu Háfeta og einnig fulltrúa úr bæjarstjórn. Ragnar Matthías Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi verður starfsmaður vinnuhópsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?