Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 324

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.03.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19.
Bæjarráð ræddi viðbrögð sveitarfélagsins við Covid-19 veirunni.

Allar stofnanir vinna nú eftir aðgerðaráætlun og allra leiða er leitað til að viðhalda grunnþjónustu innan þess ramma sem yfirvöld setja.

Bæjarráð ræddi sérstaklega hvernig farið yrði með innheimtu gjalda þegar þjónusta liggur niðri vegna veikinda, verfalla eða annarra óviðráðanlegra forsenda.

Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með viðbrögð sveitarfélagsins við þeirri óværu sem Covid-19 er. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum einbeitt og fumlaus viðbrögð við fordæmalausar aðstæður.

Bæjarráð samþykkir að greiðslur vegna þjónustu svo sem leikskóla, frístundar o.fl. sem fellur niður vegna fyrrgreindra forsenda verði ekki innheimt.
Þannig munu foreldrar sem hafa tekið ákvörðum um að nýta ekki dvalartíma sinn á meðan að samgöngubann varir fá 100% afslátt af gjöldum og foreldrar sem nýta þjónustu greiða einungis fyrir þá þjónustu sem nýtt er.

Bæjarráð minnir þó á að starfsmenn sveitarfélagsins vinna nú að uppstokkun á öllum verkferlum og mikilvægt að veita þeim svigrúm til að koma öllum þessum ákvörðunum í framkvæmd. Útreikningur gjalda mun taka tíma og biðjum við þjónustuþega að sýna biðlund í ljósi þess mikla álags sem er á starfsmönnum sveitarfélagsins.
2. 1905070 - Sameiginlegt útboð á raforkukaupum.
Niðurstaða úr raforkuútboði Ríkiskaupa
Fyrir bæjarráði lá tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr. 21075 - RS raforka sveitarfélög

Bæjarráð hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
3. 2002023 - Gatnagerð. Hraunshverfi áfangi 2
Niðurstöður tilboðs í áfanga 2. liggja fyrir.

5 Verktakar skiluðu inn tilboðum.

1. Snildarverk ehf. 112.943.032.-
2. Jarðtækni ehf. 135.950.861.-
3. Jón og Margeir ehf. 98.823.000.-
4. Mjölnir ehf. 115.880.730.-
5. Aðalleið ehf. 136.020.550.-

Kostnaðaráætlun. 121.050.199.-

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Jón og Margeir ehf., svo fremi sem ekkert óvænt komi í ljós við áframvinnslu málsins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?