Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 30

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
12.03.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301022 - Heilsueflandi samfélag
Kynning HSAM á uppfærðum útgáfum af mæliborði lýðheilsuvísa embættis landlæknis í upphafi árs 2025.

Sviðsstjóri fór yfir lýðheilsuvísana og kynnti niðurstöður kannana hjá heilbrigðisumdæmum eftir landshlutum og mismunandi þýði. Einnig var kynning á lýðheilsuvaktinni sem vaktar helstu áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðanar.

Nefndin þakkar áhugaverða kynningu.
2. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála í innleiðingu farsældarlaganna hjá BOFS. Farið var yfir uppfærða heimasíðu BOFS og handbók um farsældina.

Einnig var farið yfir okkar skref í Ölfusi.

Nefndin þakkar upplýsingar um stöðu farsældar bæði í Ölfusi og á landsvísu.
3. 2503017 - Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga
Stuðningsþjónusta er veitt á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og stoðþjónusta er veitt samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

GEV leggur áherslu á að:
- Reglur séu aðgengilegar og notendavænar.
- Miðlægar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um gerð reglna mætti bæta.
- Samræmd framsetning reglna á landsvísu væri til bóta fyrir sveitarfélög, notendur og eftirlitsstofnanir.

Frumkvæðisathugun GEV á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga leiddi í ljós að sveitarfélög þurfa mörg hver að gera mun betur til að uppfylla skyldur sínar í gerð reglnanna samkvæmt niðurstöðunum.

Sveitarfélögin hafa öll fengið sendar sínar niðurstöður úr athuguninni og fengið tilmæli um úrbætur frá GEV þar sem það á við. Sveitarfélögum er gefinn frestur á úrbótum til 15. september 2025.


Nefndin þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?