Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings

HendurUppsveitir Árnssýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast
um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.

Félagsráðgjafar í Ölfusi eru;  Eyrún Hafþórsdóttir og Snjólaug Sigurjónsdóttir.
Félagsráðgjafi sér um þá málaflokka sem snúa að félagslegri þjónustu við íbúa í Ölfusi.  Starfsmaður félagsmálasviðs er starfandi á bæjarskrifstofum og er íbúum til ráðgjafar.   Félagsráðgjafi tekur til meðferðar ýmis mál sem tengjast umhverfi og aðstæðum einstaklinga og fjölskyldna í Ölfusi.  Viðtalstímar eru eftir samkomulagi. 

Haustið 2013 var ákveðið að hefja samvinnu sveitarfélaganna Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðisbæjar, Skeiða og Gnúpverjahrepps og Sveitarfélagsins Ölfuss.  Skólaþjónustan starfar á grundvelli reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga.

Skrifstofa skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er að Sunnumörk 2, 810 Hveragerði sími 483-4000.

Markmið skólaþjónustu Árnesþings

  • Styrkja og styðja faglega við starf skólanna þannig að innan þeirra sé hægt að leysa flest þau verkefni sem upp koma með öflugri ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks.
  • Styða við og efla samvinnu leik- grunn- og framhaldsskóla í Árnesþingi og stuðla að samvinnu skóla og fagfólks á svæðinu.
  • Styrkja nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna.  Stuðla að bættri líðan nemenda og efla þá í námi og starfi með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
  • Stuðla að framþróun í skólastarfi og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers skóla.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?