16.07 | kl. 14:00-15:00
Viðburðir
,,Lestir og brestir"
Þriðju tónleikar hinnar árlegu tónlistarhátíðar, Englar og menn í Strandarkirkju verða sunnudaginn 16.júlí nk. kl. 14.
Á tónleikunum koma fram Guðrún Brjánsdóttir sópran, Gunnlaugur Bjarnason baritón og Einar Bjartur Egilsson organisti/píanóleikari.
Yfirskrift tónleikanna er ,,Lestir og brestir". Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Björg Þórhallsdóttir og aðgangseyrir er kr. 3.500.
Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlennskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði og Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs .
Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 2023 stendur yfir fimm sunnudaga í júlímánuði. Fram koma fjölmargir þjóðþekktir tónllistarmenn á um klukkustundarlöngum tónleikum sem hefjast kl. 14. Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem íslensk þjóðlög, sönglög og dægurlög, ástamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum verkum úr heimi tónbókmenntanna hljóma í flutningi ungra vonarstjarna og landsþekktra söngvara og hljóðfæraleikara.
Margir bera sterkar taugar til Strandarkirkju, en Strandarkirkja er þekkt áheitakirkja og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu.
Þá býðst tónleikagestum að fá sér hressingu hjá heimamönnum í Selvogi að tónleikum loknum.