Jólagleði foreldrafélags Grunnskólans

Hin árlega Jólagleði Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn verður haldin þriðjudaginn 3. des. kl. 17-19.

Þar verður margt á boðstólnum og eru allir íbúar hvattir til að koma og kíkja við, föndra jafnvel eða bara fá sér vöfflur og kakó á kaffihúsinu sem 10. bekkur setur upp með fjáröflun fyrir skólaferðalagi að leiðarljósi.

Það verður margskonar föndur sem hægt er að kaupa og föndra á staðnum og einnig eitthvað sem kostar ekki krónu.
Málning og annað sem þarf er til staðar. Dansað verður í kringum jólatréð með óvæntum gestum sem við höfum fengið fregnir af!

Þá verður Bergþóra úr Bjarkarblómum með sölubás sem og Lúðrasveit Þorlákshafnar sem mun þarna selja Jólaengilinn eftirsótta.

Foreldrar eru hvattir til að taka frá þessa stund og eiga notalega stund með börnunum í upphafi aðventu.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?