Júníus Meyvant og Tómas Jónsson

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem koma fram.
 
Sunnudaginn 19. desember er komið að Júníus Meyvant en Júníus Meyvant er sviðsnafn tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigurmundssonar sem er búsettur og uppalinn í Vestmannaeyjum.

Júníus vann til verðlauna sem besti nýliði ársins og besta smáskífa ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2015. Einnig vann hann árið 2017 fyrir bestu popp-plötuna; Floating Harmonies. Sama ár hélt hann til Bandaríkjanna og spilaði meðal annars í New York og Seattle. Hann hefur undanfarið verið að taka upp nýtt efni og er nú tilbúinn með nýja plötu sem mun koma út á næsta ári.
 
Þorlákskirkja er hlý og notaleg sem hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið eins og að fá þetta hæfileikaríka fólk heim í stofu. Þorlákskirkja er í Þorlákshöfn sem er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
 
Miðaverði er 3500 kr.
 
Tónleikaröðin:
Bríet - fös. 26. nóv. kl. 20
KK - sunn. 5. des. kl. 20
Kristjana Stefáns - sunn. 12. des. kl. 16
Júníus Meyvant - sunn. 19. des. kl. 16
 
Tónleikaröðin er styrkt af uppbyggingasjóði SASS.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?