Skreyttir jólasveinagluggar

Ungir sem aldnir hlakka til að fylgjast með jólasveinunum þegar þeir fara að þramma til byggða með eitthvað gott í skóinn en Stekkjastaur mætti fyrstur í dag þann 12. desember. Síðan þramma þeir til byggða hver á fætur öðrum með eitthvað skemmtilegt í poka.

Í dag og næstu daga verða opnaðir fallega skreyttir jólasveinagluggar víða um bæinn en í þeim leynist líka jólagetraun. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og á að giska á heiti jólasveinsins. Í gluggunum má líka finna orð sem þið leggið á minnið eða takið mynd af, raðið síðan orðunum í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa. Í einum jólaglugganum má finna jólaköttinn.

Á kortinu má finna 13 jólasveinahúfur sem vísa á gluggana. Þjónustuaðilar í bænum skreyttu jólasveinagluggana og eru gluggarnir 13.

Sendið lausnina til jmh@olfus.is eða komið með lausnina afgreiðslu íþróttamiðstöðarinnar fyrir 12. janúar 2023. Verðlaun fyrir þann heppna sem er með öll svör rétt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?