SNJALL – jólaratleikur í Skrúðgarðinum

Skemmtun í snjallsímanum fyrir íbúa og gesti með appinu LoQuiz

Leikurinn hefst í inngangshliði skrúðgarðsins við bílastæði ráðhússins.  Þar má finna upplýsingar um leikinn.  Í símanum birtist kort með 13 Þollósveinum sem vísar á spurningakóða sem tengjast jólum og ævintýrum.  

Munið að þysja inn/út kortið til að finna spurningarnar.  Leikurinn er opinn frá 1.-31.desember.

Það er tilvalið að fara af stað í myrkri og nota vasaljós til að skapa meiri stemningu.

Sá hópur sem er fljótastur og með flest rétt svör sigrar.  Sigurvegarar verða kynntir á heimasíðu Ölfuss www.olfus.is þann 12.janúar 2023.  Verðlaun í boði!

Höfundur: Jóhanna M Hjartardóttir

Snjalltæknimaður: Arna Björg Auðunsdóttir

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?