Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 279

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.05.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Sesselía Dan Róbertsdóttir 1. varamaður,
Ágústa Ragnarsdóttir 2. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti óskaði eftir að fá að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs frá 20.05.20 og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004052 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2019
Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Ölfuss.
Endurskoðendur sveitarfélagsins tengjast fundinum með fjarfundabúnaði og fara yfir endurskoðunarskýrslu.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 2.720 milljónum króna þar af voru rekstrartekjur A hluta 2.372 milljónir króna.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 301 milljón króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 195 milljón króna.
Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 5.217 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam um 2.964 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 56,8%.

a)Ársreikningur sjóða í A-hluta 2019 (í þúsundum króna):
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 249.897
Rekstrarafkoma ársins kr. 195.306
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 3.916.385 Skuldir kr. 1.889.043
Eigið fé kr. 2.027.342

b)Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 2,7 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -5 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 109,3 milljónir. Skuldir kr.192,9 milljónir.
Eigið fé kr. -83,6 milljónir

c)Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 33,4 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 23,3 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 264,3 milljónir. Skuldir kr. 187,6 milljónir.
Eigið fé kr. 76,7 milljónir.

d)Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 87,8 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 87,1 milljón.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 736 milljónir. Skuldir kr. 44,6 milljónir.
Eigið fé kr. 692 milljónir.

e)Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 2,7 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -1,9 milljón.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 185,9 milljónir. Skuldir kr. 91,2 milljónir.
Eigið fé kr. 94,7 milljónir.

f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 9,6 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 9,6 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 176,7 milljónir. Skuldir kr. 55,7 milljónir.
Eigið fé kr. 121 milljón.

g)Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.- 8 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. - 8 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 36,5 milljónir. Skuldir kr. 300 þúsund
Eigið fé kr. 36,2 milljónir.

h)Ársreikningur Samstæðu Ölfuss (í þúsundum króna)
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 378.010
Rekstrarafkoma ársins kr. 300.315
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 5.217.331. Skuldir kr. 2.253.420
Eigið fé kr. 2.963.911.

Ársreikningur sveitarfélagsins samþykktur samhljóða.
2. 2003026 - DSK Hjarðarbólsvegur 3
Bryndís Sigurðardóttir óskar eftir að fá að staðsetja hús sitt að Hjarðarbólsvegi 3, 2 metra utan við byggingarreit af óþekktum ástæðum. Áður hefur verið grenndarkynnt sú breyting að stækka húsið lítillega og hækka mænishæð.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. og 2. málsgr. 44 gr.skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Kynna skal erindið fyrir lóðarhöfum Hjarðarbólsvegi 1 og Hrókabólsvegi 2 og 4.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
3. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Tálkni ehf. óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af landinu Dimmustöðum. Fyrirhugað er að skipta landinu í fjórar lóðir sem verða frá 0,5 til 0,7 HA að stærð. Aðkoma verður frá Bæjarvegi nr.3740 um sameiginlegan veg með Mánastöðum 1, Stóra Saurbæ og Hreiðri.
Ef áformin verða samþykkt má byggja íbúðarhús, gestahús og bílskúr á hverri lóð skv. gildandi aðalskipulagi.
Á 0,5 - 3 HA lóð má byggja eitt einbýlishús, gestahús auk bílskúrs skv. aðalskipulagi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að vinna deiliskipulag af lóðinni Dimmustöðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
4. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27 Sameining lóða
Eldisstöð Ísþórs við Nesbraut23-27 kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Ekki bárust neinar athugasemdir á auglýsingatímanum.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagfulltrúa falið að birta erindið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
5. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Guðrún Bjarnadóttir spyr hvort leyft verði að skipta landinu Lindarbæ lnr. 171764 í tvær lóðir skv. uppdrætti verkfræðistofunnar EFLU dags. 8.5.20. Landið er skilgreint sem landbúnaðarland og mun lögbýlisrétturinn fylgja öðrum skikanum í framhaldinu. Til er þinglýst kvöð um aðkomu um nágrannalóð (sjá viðhengi) sem þyrfti að víkka. Í viðhengi er lóðablað fyrir hvora lóð og þinglýst kvöð við nágrannalóð sem á aðkomuveg.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að visa erindinu til tæknisviðs til frekari úrvinnslu. Liggja skal fyrir hvernig aðkomu að lóðunum verði háttað.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
6. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Skipulag Hafnarsvæðis í Þorlákshöfn kemur nú til afgreiðslu nefndarinnar eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun.

Helstu breytingar frá auglýstri tillögu eru:
Lóðirnar Norðurbakki 6 og 8 eru sameinaðar. Á lóðinni er gert ráð fyrir flokkunar- og móttökustöð fyrir sorp. Á Norðurbakka 2 og 4 er gert ráð fyrir geymslusvæði fyrir sveitarfélagið ásamt áhaldahúsi. Skilmálar eru í lóðatöflu um að lóðirnar skuli afgirtar og afskermdar með gróðri. Settir hafa verið skilmálar um að merkingar og aðgengi að minjunum Hraunbúðum og Réttarstekk verði bætt í samráði við Minjastofnun Íslands. Afmörkun minjanna er nú sýnd á uppdrætti.
Settir voru skilmálar um að við framkvæmdir á eftirtöldum lóðum skuli haft samband við Minjastofnun Íslands: Hafnarskeið 6, 8a og 8b. Óseyrarbraut 8 og 10. Í stað mislægra gatnamóta milli Þorlákshafnarvegar og Óseyrarbrautar er gert ráð fyrir hringtorgi að höfðu samráði við Vegagerðina. Misræmi í gögnum milli texta og taflna sem Skipulagsstofnun benti á hefur verið lagfært.

Afgreiðsla: Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa aðal- og deiliskipulagsbreytinguna til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. og 42. grein í skipulagslögum nr. 123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
7. 2001026 - Haukaberg 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Stefán Einarsson arkitekt frá JeES arkitektum spyr hvort stækka megi Haukaberg 4 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Stækkunin felst í viðbyggingu við 1.hæð til vesturs og svalir með skyggni þar ofan á, auk annarra minniháttar breytinga. Þar sem að Haukabergið er lítill botnlangi með miklum gróðri er útbygging neðri hæðar ekki talin hafa afgerandi áhrif á ásýnd götu, götumynd eða húsalínu. Mest áberandi hluti hússins heldur sér óbreyttur, stofugluggar og þakskyggni.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt. Þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag fyrir hverfið þarf að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. og 3. málsgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. og 2 mgr. 43 gr. sömu laga. Áformin verða kynnt aðliggjandi lóðum með bréfi og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
8. 2005051 - DSK Deiliskipulag Árbær 3a landnúmer 171661
Þorsteinn Pálsson sækir um að fá samþykkta deiliskipulagstillögu fyrir Árbæ 3a. Lóðin er niður móti Ölfusá í Árbæjarhverfi.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa deiliskipulagi í samræmi við 1.málgr. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010 msbr. með þeim fyrirvara um að umsækjandi leggi fram staðfestingu á tengingu við vatnsveitu og umsögn eldvarnareftirlits liggi fyrir um slökkvivatn og öflun þess.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2004006F - Bæjarráð Ölfuss - 327
Fundargerð bæjarráðs frá 07.05.2020 til staðfestingar.
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2005012 - Verkfall Eflingar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005029 - Þekkingarsetur Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2004061 - Úthlutunarreglur á löndun byggðakvóta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2003001 - Barnvæn sveitarfélög-innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2005003 - Rafíþróttir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2005013 - Almenningssamgöngur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 1908018 - Vatnsveitur, bændaveitur í dreifbýlinu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2005011 - Gjaldskrá Vatnsveitu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2005010 - Samkomulag um legu á vatnslögn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2004040 - Bærinn minn þáttaröð - Hringbraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2004039 - Kirkjuferjuvegur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 1910047 - Frístundastarf barna sumarið 2020. Til kynningar.
15. 2005004 - Styrkbeiðni Skotíþróttafélag Suðurlands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2004004F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 22
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24.04.2020 til staðfestingar.
1. 2004037 - Ársreikningur og ársskýrsla 2019. Til kynningar.
2. 2004036 - Umsókn í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2004046 - Skýrsla æskulýðsnefndar. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2003001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 36
Fundargerð fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 29.04.2020 til staðfestingar.
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2004060 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skóladagatal 2020-2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
4. 1805048 - Leikskólinn Bergheimar Skóladagatal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2003007 - Starfsdaga starfsmanna grunn- og leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2001043 - Greinargerð um rekstur leikskólans Bergheima. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2005004F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 23
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.05.2020 til staðfestingar.
1. 2001008 - Stefnumótun í Íþrótta- tómstunda og æskulýðsmálum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2005020 - Heilsueflandi verkefni með eldri borgurum sveitarfélagsins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005022 - Frístundastyrkir barna í Sveitarfélaginu Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2005021 - Fyrirkomulag sumarfrístundar, leikjanámskeiðs og smíðavallar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2005024 - Unglingadeildin Strumpur. Ársskýrsla 2019. Til kynningar.
7. 2005023 - Samntekt um æskulýðsstarf. Til kynningar.
8. 2005047 - Námskeið í kassabílagerð. Til kynningar.
9. 2005048 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Ölfus. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.


Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2005001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 7
Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 13.05.2020 til staðfestingar.
1. 2004053 - Stækkun Þorlákshafnar og kaup á dráttarbát- rekstraráætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2005009 - Aðgangur að höfninni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005005 - Grjótnámur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn. Til kynningar.
5. 1702004 - Fasteignir Viðbygging íþróttahúss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2005036 - Samningur um vinnslu á efni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 1911008 - Verklegar framkvæmdir. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2005005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 12
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.05.2020 til staðfestingar.
1. 2005032 - Umsókn um lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2005008 - Umsókn um lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005049 - Umsókn um lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2004056 - Gata Litla og Stóra 171702 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2004044 - Efstaland lóð D - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2005007 - Egilsbraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2005028 - Norðurvellir 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2004004 - Vötn lóð 195051 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2005040 - Norðurvellir 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2004005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 7
Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.05.2020 til staðfestingar.
1. 2004058 - Hraðahindranir við Knarrarberg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2005006 - Umsókn um aðstöðu fyrir mótocross í Kirkjuferjuhjáleigu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2005015 - Fiskúrgangur sem áburður við skógrækt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2005051 - DSK Deiliskipulag Árbær 3a landnúmer 171661. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27 Sameining lóða. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2003026 - DSK Hjarðarbólsvegur 3. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2005035 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2001026 - Haukaberg 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2005043 - Ljósleiðari upp Húsmúla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2004063 - Nafn á Íbúðarhúsi - Lyngmói. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2005030 - Tannastaðir - skipting lands í fernt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2005046 - Lækur 4 - stofnun lögbýlis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2005045 - Hvol II - lóð fyrir spennistöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2005033 - Eyjahraun 38 - Lóðaveggur milli göngustígs og einkalóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2005050 - Pálsbúð 9 - stækkun lóðar um 1,5 metra. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2005027 - Umsögn um Ölfussveg og brú yfir Varmá í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2005001 - Beiðni um umsögn - Kolsýruframleiðsla á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2004048 - Umsögn Þórustaðanáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2005005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 12. Tekin fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2005002F - Bæjarráð Ölfuss - 328
Fundargerð bæjarráðs frá 20.05.2020.
1. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19.-hátíðahöld. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023 með viðaukum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2002018 - Reglur um stöðuleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2005026 - Kynningarþáttur um sveitarfélagið-tilboð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
18. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 557.fundar stjórnar SASS frá frá 22.04.2020
Lögð fram til kynningar.
19. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar.
Lagðar fram til kynningar.
20. 1701026 - Brunamál: Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 27.apríl 2020 til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
Mál til kynningar
17. 2005056 - Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2019
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga vegna ársins 2019 lagður fram til kynningar.

Í samræmi við samþykktir samtakanna verður ársreikningur í kjölfarið samþykktur af stjórn samtakanna og síðan lagður fram til staðfestingar á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður haustið 2020.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?