Frístundaheimilið

Frístundaheimilið

Frístundaheimilið býður uppá fjölbreytt tómstundarstarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur.  Starfið einkennist jafnt af skipulögðum sem og frjálsum leik.  Innra starf frístundheimilisins svo sem dagskrá, viðfangsefni og samstarf við utanaðkomandi aðila fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Þjónusta við börn með sérþarfir eru skipulögð í frístundaheimilinu í samvinnu við foreldra, skóla og fagðila er tengjast börnunum.

Sé þess óskað munu starfsmenn frístundaheimilis sjá um að koma börnum í frjálst starf utan skóla (s.s. íþróttaæfingar, tónlistarskóla o.fl.).  Tilkynna þarf starfsmönnum þetta sérstaklega og skrá á umsóknareyðublað.

Símanúmer frístundaheimilis er 699-6090
Netfang:  fristund@olfus.is

Opnunartími:
Frístundaheimilið er opið eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00 alla virka daga.  Sami opnunartími er á foreldradögum og starfsdögum.  Lokað er á einstaka starfsdögum.   Frístundaheimilið er lokað í vetrarfríum grunnskólans og á haustþingi.

Innritun - uppsagnir.
Foreldrar/forráðamenn innrita börn sín í upphafi skólaannar.  Hægt er að innrita á heimilið oftar enda greiði viðkomandi fullt - eða hálft gjald fyrir hvern byrjaðan mánuð, eftir þeim reglum sem gilda um vistundarkostnað.

Ef þjónustu er sagt upp skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót.  Allar breytingar á umsóknareyðublaði skal tilkynna til starfsmanna.

Húsnæði.  Frístundaheimilið er staðsett í Suðurvör í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Að öðru leyti er húsnæði skólans samnýtt í samráði við skólastjórnendur s.s. sérgreinastofur, hátíðarsalur og bíósalur.

Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að starfsfólk frístundaheimilis nýti íþróttahús og félagsmiðstöð í samráði við starfsfólk á hvorum stað.

Hér má finna gjaldskrá frístundaheimilisins

  • Boðið er uppá nokkra vistunarmöguleika, hálfa vistun til 15:00, til 16:00 og til 17:00.
  • Vistun fyrir heilan dag er frá lok skóladags frá kl. 13:00 til  kl .17:00  Full vistun er u.þ.b. 20 klukkustundir á viku.
  • Hálfsdagsvistun er sveigjanleg.  Þ.e.  miðað er við allt að helming af opnunartíma heimilisins.  Þetta getur átt við ef fólk vill fá vistun ákveðna daga í viku.
  • Veittur er systkinaafsláttur.  Hann er 30% með öðru barni og 50% afsláttur fyrir þriðja barn.

Systkinaafsláttur gildir eingöngu ef systkini eru í fullri vistun.

Fæði:
Síðdegishressing.  Starfsmenn frístundaheimilis hafa umsjón með síðdegishressingu.

Klæðnaður:
Börn verða að vera klædd eftir veðri, þ.e. í regnfötum þegar það á við o.s.frv.  Gera má ráð fyrir að börn fari yfirleitt út að leika sér, bæði frjálst eða samkvæmt skipulagi.

Sund / íþróttir:
Frístundaheimilið hefur íþróttasal til afnota. 

Skráning fer fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins Íbúagátt Ölfuss (ibuagatt.is) eða í tölvupósti á soleyj@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?