Heimaþjónusta

HendurMarkmið og hlutverk með félagslegri heimaþjónustu eru:

  • Að efla viðkomandi til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
  • Félagsleg heimaþjónusta er fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda  eða fötlunar.

Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita:

  • Aðstoð við heimilishald.
  • Aðstoð við persónulega umhirðu.  Félagslegan stuðning, innlit, stutt viðvera.
  • Aðstoð við umönnun barna og ungmenna þegar um erfiðar fjölskylduaðstæður er að ræða.

Félagsleg heimaþjónusta byggir aðallega á eftirfarandi:

  • Að veita þjónustunotanda samveru og stuðning.
  • Auka öryggi þeirra sem búa einir og rjúfa félagslega einangrun. 
  • Almenn heimilisþrif
    Almenn heimilisþrif er stór þáttur í heimaþjónustu.  Skipulag og verkefni þarf að skoða í upphafi aðstoðar og endurskoða reglulega.

Hvernig er sótt um félagslega heimaþjónustu ?

Umsækjandi þarf að eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Ölfusi og sækja skriflega um félagslega heimaþjónustu á þar til gerðu eyðublaði.

Umsókn um félagslega heimaþjónustu.

Þegar umsókn hefur borist deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu, Kristbjörgu Gunnarsdóttur s. 483 3614 er umsækjandi heimsóttur og unnið þjónustumat um færni og heimilisaðstæður umsækjanda.

Innkaup og útréttingar

Starfsfólki heimaþjónustu er óheimilt að aka þjónustuþegum nema um það sé sérstaklega samið.
Komi til þess gerir starfsmaður það á eigin ábyrgð og eiganda ökutækisins.

Innlit.
Með innliti er átt við að starfsmenn líti við hjá þjónustunotanda í stuttan tíma í einu en getur verið oftar en einu sinni í viku.  Markmið er að draga úr félagslegri einangrun og bæta öryggi þjónustunotanda.

Endurmat.
Heimaþjónusta er veitt í 3 mánuði í upphafi og síðan er gert endurmat.  Þegar ljóst er að aðstæður umsækjanda munu ekki breytast er heimilt að samþykkja aðstoð til allt að 24 mánaðar í senn.  Aðstoðarþörf skal endurmetin reglulega.
Starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu eru bundnir þagnarskyldu og heldur þagnarskyldan þótt starfsmenn láti af störfum.

Umsjónarmaður félagslegrar heimaþjónustu í Ölfusi er Kristbjörg Gunnarsdóttir í síma 483-3614 eða kristbjorg@olfus.is.  

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?