Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 289

Haldinn í ráðhúsi,
08.06.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2016-2018
Á fundinn voru mættir þeir Davíð Halldórsson umhverfisstjóri og Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Lagt fram rekstrar- og framkvæmdayfirlit sveitarfélagins fyrir mánuðina janúar-apríl 2017 og farið yfir helstu niðurstöður þess.
Rekstur sveitarfélagsins er í öllum meginatriðum í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

Þá var farið var yfir framkvæmdaáætlun ársins lið fyrir lið og gerðu þeir Davíð og Ragnar frekari grein fyrir stöðu þeirra framkvæmda sem tilheyra þeirra málaflokkum sem ákveðið var að fara í á árinu 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Véku þeir síðan af fundi.

2. 1706003 - Leikskólinn Bergheimar: Endurnýjun elstu byggingar leikskólans
Lögð fram útboðsgögn, útboðslýsing, verklýsing, magnskrá og teikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu og endurbótum á elsta hluta leikskólans Bergheima sem unnar eru af M2 teiknistofu ehf. sem afhent hafa verið þeim verktökum sem valdir hafa verið til þess að bjóða í verkið.

Tilboð munu verða opnuð þann 23. júní n.k. og verklok miðað við fullklárað hús þann 1. april 2018.
3. 1706002 - Héraðsskjalasafn: Athugasemdir við reglugerðardrög
Lögð fram tillaga að athugasemdum við drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna sem kynnt var í byrjun maímánaðar unnin af Þorsteini Tryggva Mássyni héraðsskjalaverði Árnesinga.

Samþykkt samhljóða.

4. 1705023 - Byggðasafn: Sýning um Selvog
Ása Bjarnadóttir og Halldóra Guðmundsdóttur sækja um styrk til þess að setja upp sýningu um sögu Selvogs núna síðla sumars í bæjarbókasafni Ölfuss.

Samþykkt samhljóða að veita þeim styrk allt að 150 þúsund kr. til verksins.

5. 1704038 - Heilbrigðismál: Önnur heilbrigðisþjónusta. Geðræktarmiðstöðin, beiðni um styrk
Geðræktarmiðstöðin "Batasetur Suðurlands" sem er virknimiðstöð á Suðurlandi fyrir fólk með geðraskanir óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til rekstur setursins.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skólaþjónustu- og velferðarnefndar til umsagnar.
6. 1706004 - Félagslegt húsnæði: Úthlutun íbúðar á Egilsbraut 9
Lagðar fram þrjár umsóknir um leiguíbúð á Egilsbraut 9.

Samþykkt samhljóða samkvæmt tillögu skólaþjónustu- og velferðarnefndar að úthluta Jóhönnu Einarsdóttur íbúðinni.
7. 1705005 - Fræðslumál: Stöðugildi við Leikskólann Bergheima og gjaldskrá
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá og vistunartíma leikskólans Bergheima sem taka eiga gildi frá og með 1. ágúst 2017.

Samþykkt samhljóða að breyta vistunartímanum frá og með 1. ágúst.
En boðið verður upp á vistun til kl. 16.15.
Tillaga að gjaldskrábreytingu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018

Mál til kynningar
8. 1704002 - Lagafrumvörp: Beiðni Alþingis um umsögn
Lögð fram nokkur erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagins um viðkomandi mál.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?