Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 292

Haldinn í ráðhúsi,
14.09.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Sveinn Samúel Steinarsson varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1709009 - Byggðamál: Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017-2018,
Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september s.l. varðandi auglýsingu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Samþykkt samhljóða að sækja um byggðakvóta.
2. 1708022 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2018-2021
Lagt fram minnisblað hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. september s.l. varðandi forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 svo og þriggja ára fjárhagsáætlun 2019-2021.
3. 1608010 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2017-2020
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 og farið yfir helstu liði og breytingar sem gerðar hafa verið á upprunalegri áætlun.
Síðan samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
4. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-júlí 2017 ásamt yfirliti yfir stöðu verklegra framkvæmda miðað við 31. ágúst s.l.
Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir yfirlitinu og helstu niðurstöðum þess og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
Fundargerðir til kynningar
5. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 4. september s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?