Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 132

Haldinn í ráðhúsi,
17.10.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1709025 - Markaðs- og menningarmál: Fjárhagsáætlun 2018
Fjárhagsáætlunargerð næsta árs rædd og forgangsröðun verkefna þar að lútandi.
Fjölmargar tillögur komu fram og voru ræddar og mun markaðs- og menningarfulltrúi vinna úr þeim í fjárhagsáætlunargerð.
2. 1709026 - Menningarmál: Samstarfssamningar 2018
Farið var yfir samstarfssamninga við félagasamtök í menningum og listum. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að ganga frá samningum með stjórnarmönnum félaga fyrir árið 2017-2018.

3. 1709027 - Menningarmál: Lista- og menningarsjóður 2017
Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fyrir auglýsingu vegna lista- og menningarsjóðs Ölfuss en opnað er fyrir umsóknir í hann nú.
Auglýsingin verður sett á heimasíðu Ölfuss, í Hafnarfréttir og með dreifibréfi á öll heimili í Ölfusi.
Umsóknarfrestur er til 13. nóvember 2017.
4. 1710013 - Ferðamál: Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Samþykkt að sækja um styrk í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna framkvæmda við útsýnispall, betri aðstöðu fyrir brimbretti og göngustíg sem verið er að leggja að Hafnarnesvita.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?