Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 25

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.11.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Farið yfir rekstrarniðurstöðu fystu níu mánaða ársins 2017 og rætt um forsendur rekstrar á komandi ári.
2. 1711003 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Þorlákshafnar 2018-2021
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2018, þriggja ára áætlunar 2019-2021 og gjaldskrá fyrir árið 2018.

Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að setja upp áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og klára útkomuspá fyrir árið 2017. Áætlunin verður lögð fram á næsta fundi hafnarstjórnar.
3. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Farið yfir stöðu mála varðandi skipulagsvinnu á hafnarsvæðinu.
4. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Lagður fram undirritaður samningur dags. 7. nóvember 2017 milli Þorlákshafnar og Björgunar vegna dýpkunar innsiglingar utan hafnar. Verklok eru 1. janúar 2018 og mun siglingasvið Vegagerðarinnar hafa umsjón og eftirlit með framkvæmdum.

Hafnarstjórn staðfestir samninginn.
Fundargerðir til kynningar
5. 1601009 - Hafnasamband Íslands: Fundargerðir 2016
Lagðar fram fundargerðir 397. og 398. fundar Hafnasambands Íslands.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?