Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 87

Haldinn í ráðhúsi,
16.11.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Hróðmar Bjarnason aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1711016 - Umsókn um lóð, Hrímgrund, Ísleifsbúð 22-28
Umsókn um Ísleifsbúð 22-28
Hrímgrund ehf sækir um raðhúsalóðina Ísleifsbúð 22-28.

Afgreiðsla: Málið rætt. Afgreiðslu frestað í samræmi við grein 2.03 í vinnureglum við úthlutun lóða. Næsta lóðaúthlutun verður 11. desember 2017.
2. 1703024 - Uppgræðslusjóður Ölfuss: Umsóknir 2017.
Úthlutun styrkja 2017
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna styrkja sem veittir hafa verið í uppgræðsluverkefni.
1. Landgræðsla ríkisins. Landbætur vestan gamla vegar. Binda sand með að markmiði að draga úr lausum sandi á yfirborði og að undirbúa svæðið undir gróðursetningu trjáplanta.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
Landgræðslan hefur unnið þennan verkþátt og skilað inn skýrslu.

2. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla á milli Hengils og Lyklafells. Markmið að stöðva hraðfara jarðvegseyðingu og endurheimta fyrri landgæði vestan við hengil.

Afgreiðsla: Veitt 735.000,-
Landgræðslan hefur unnið þennan verkþátt og skilað inn skýrslu.
3. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla við og í nágrenni við Kambinn í Þorlákshöfn. Markmið að styrkja gróðurlendi frá Kambinum í áttina að þjóðvegi.

Afgreiðsla: Veitt 735.000,-
Landgræðslan hefur unnið þennan verkþátt og skilað inn skýrslu.
4. Landgræðsla ríkisins. Gróðurstyrking með áburði, undirbúningur fyrir gróðursetningu trjáplanta. Styrkja gróður á svæðinu og minnka um leið lausan sand á yfirborði.
Ráðgert að bera á um 30 ha svæði.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
Landgræðslan hefur unnið þennan verkþátt og skilað inn skýrslu.
5. Golfklúbbur Þorlákshafnar. Bera áburð á og við Kambinn og eins meðfram golfvelli. Uppblástur er við Kambinn. Með áburði er verið að styrkja gróður.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
Golfklúbburinn nýtti sér ekki styrkinn.
6. Sveitarfélagið Ölfus. Áburðargjöf á lítið gróið land kringum Þorlákshöfn til að styrkja gróður.

Afgreiðsla: Veitt 300.000,-
Sveitarfélagið nýtti sér ekki styrkinn.

9. Aðalsteinn Sigurgeirsson. Stöðva sandfok með skógrækt á Hafnarsandi með áburðargjöf og trjágróðri.

Afgreiðsla: Veitt 200.000,-
Aðalsteinn hefur skilað inn skýrslu um verkið.

10. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Undirbúningur á landi, Þorlákshafnarsandi, fyrir gróðursetningu með að styrkja gróður með áburði og sáningu.

Afgreiðsla: Veitt 220.000,-
Skógræktarfélagið hefur skilað inn skýrslu og lokið verkinu.

11. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Gróðursetning og áburðargjöf í skógarreiti. Svæðið er um 69 ha á Þorlákshafnarsandi.

Afgreiðsla: Veitt 498.000,-
Skógræktarfélagið hefur skilað inn skýrslu og lokið verkinu.

Ónýtt í uppgræðslusjóði eru 658.000,- sem kemur til úthlutunar árið 2018.
3. 1711009 - Bolaöldur, efnismóttaka
Bolaalda, stækkun á jarðvegstipp.
Við Bolaöldur er jarðvegstippur fyrir höfuðborgarsvæðið. Með því að taka við efninu er verið að gagna frá námusvæði sem hætt er efnistöku á.Sótt er um leyfi til að vera með tipp í gömlu námunni neðan við brekkuna. Erfitt er fyrir bifreiðar að fara upp brekkuna að vetri til. Skipulagslega er ekki gerð athugasemd við að fara í frágang á námunni neðan við brekkuna og nota óvirkt efni sem kemur á svæðið. Svæðið er innan Þjóðlendu og þarf samþykki forsætisráðuneytisins.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila losun á óvirku efni í eldri námu samkvæmt erindi frá Bolaöldum
4. 1711017 - Norðurbyggð 24A
Norðurbyggð 24 A. Sótt um að byggja bílgeymslu
Sótt er um að byggja bílgeymslu innan lóðar Norðurbyggðar 24A. Ekki er byggingarreitur fyrir bílgeymsluna á lóðarblaði.
Afgreiðsla:Skipulagið gerir ekki ráð fyrir bílgeymslum innan þessa svæðis sem neðangreindar fasteingir standa við. Samþykkt að kynna umsóknina fyrir húseigendum Norðurbyggðar 22a, 22b, 24b og 20a, 20b og 18a og 18b.
5. 1706001 - Skipulag, Aðalskipulagsbrayting. heimild til deiliskipulagsgerðar á grundvelli hennar
Árbær IV, aðalskipulagsbreyting
Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar IV. Skipulagslýsing hefur verið kynnt. Engar athugasemdir bárust við lýsinguna fyrir aðalskipulagsbreytinguna.
Afgreiðsla: Samþykkt að aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fari samhliða í lögboðinn auglýsingarferil.
6. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Aðalskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið
Skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið var í auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á skipulagslýsingunni á kynningartímanum.
Afgreiðsla: Samþykkt að aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fyrir afmarkað svæði hafnarinnar fari í lögboðinn auglýsingarferil.
7. 1711018 - Umsókn um viðbyggingu Selvogsbraut 41
Selvogsbraut 41, viðbygging
Eigandi Selvogsbrautar 41 og rekstraraðili Meitilsins sækja um að byggja sólskála framan við Selvogsbraut 41, þar sem Meitillinn veitingahús er. Byggingin nái um 5 m fram á bílaplanið og er um 6 m á breidd.Framan við sólskálann komi um 3 m breiður pallur.Jafnfram sótt um að loka gegnumakstri um bílaplanið framan við húsið. Bílastæði verða m.a. austan við fyrirhugaða lokun. Með erindinu er lýsing á fyrirhugaðri framkvæmd.
Afgreiðsla: Erindið rætt. Kallað verður eftir fundi með lóðarhafa um framkvæmdina.
8. 1711020 - Umsókn um lóðir Trésmiðja Heimis ehf
Trésmiðja Heimis ehf sækir um lóðir
Trésmiðja Heimis ehf sækir um lóðirnar Klængsbúð 22-24, 26-28 og 30-32. Áður búið að úthluta þessum lóðum til fyrirtækisins. Hefja átti framkvæmdir fyrir 23. október 2017 og því eru lóðirnar lausar núna. Framkvæmdaraðili sækir um lóðirnar að nýju.
Afgreiðsla: Málið rætt. Afgreiðslu frestað í samræmi við grein 2.03 í vinnureglum við úthlutun lóða. Næsta lóðaúthlutun verður 11. desember 2017.
9. 1711019 - deiliskipulag Gljúfurárholt
Gljúfurárholt, fyrsti áfangi deiliskipulag
Fyrir hönd eigenda lóða í fyrsta áfagna Gljúfurárholts, leggur Cassaro ark ehf inn deiliskipulagstillögu. Lagt er til að heimila byggð á svæðinu fyrir 112-126 íbúa. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Á lóðunum Klettagljúfur 1-7 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2-12 verði heimiluð einbýlis- og tvíbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 9-23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2. Innan byggingarreits eins og skipulagstillagan sýnir, er gert ráð fyrir að hægt sé að vera með hesthús innan byggingarreits á öllum lóðum þar sem svæðið er skástrikað. Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um uppbyggingu á hverfinu.Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum aðliggjandi jarða þar sem það á við. Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits.
Afgreiðsla: Tekið er jákvætt í deiliskipulagstillöguna. Vinna þarf greinargerðina með tillögunni betur þannig að hún falli að samþykktum um m.a. byggingu hesthúsa.
Afgreiðsla: Lagfæra þarf greinargerðina í samræmi við samning um uppbyggingu á svæðinu er varðar hesthús á lóðum. Samþykkt að heimila að tillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil eftir lagfæringar á greinargerðinni.
10. 1711023 - Orka náttúrunnar, framkvæmdaleyfi
Orka náttúrunnar. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á vinnsluholu.
ON sækir um að gera borplan á borteig og leggja jarðstreng ofanjarðar þar sem borað verður með rafknúnum bor. Umsóknin tekur til borunar á vinnsluholu innan X-teigs. Um er að ræða eina vinnsluholu á neðra svæði Hellisheiðavirkjunar til viðhalds á orkubúskap virkjunar.Borholan ber heitið HE-63 og er staðsett á X-teig. Fyrir eru holurnar HE-41, HE-42, HE-45 og HE-58 innan X-teigs. Í umsókninni er lýsing á vinnslunni við borunina.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita framkvæmdaleyfið.
11. 1711022 - Orka náttúrunnar, deiliskipulag jarðhitagarður
Orka náttúrunnar. Deiliskipulag fyrir jarðhitagarð.
ON óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði. Um er að ræða tíundu breytinguna sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Breytingin felst í að stækka skipulagssvæði virkjunar til norðvesturs meðfram Búrfells- og Sogslínu. Svæðið sem stækkunin nær til er 131 ha og stækkar þá skipulagssvæðið úr um 1362 ha í 1493 ha. Fyrirhugað er að reisa jarðhitagarð á Hellisheiði. Í umsókninni er lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum.
Lögð er fram matslýsing með tillögunni í samræmi við tölulið 10.01 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Töluliður 10.01 tekur til mannvirkjagerðar vegna þróunar iðnaðarsvæða sem taka til 50 ha eða stærra svæðis.Í amtslýsingunni er gerð grein fyrir hvort þessi áhrif í heild sinni geti orðið veruleg í skilningi laga nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum áætlana.ON hefur hug á að reisa jarðhitagarð á Hellisheiði innan skipulagssvæðisins. Jarðhitagarðinum er ætlað að vera umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðavirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun.
Afgreiðsla: Samþykkt að umhverfis- og matslýsing fari í lögboðinn feril.
12. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli
Deiliskipulag Sambyggð, fjölbýli
Tillaga til umræðu að deiliskipulagi fyrir fjölbýlishúsalóðir við Sambyggð. Lóðin fyrir Sambyggð 14b er stækkuð og þá tekin út reiturinn 14a. Einnig gerður byggingarreitur fyrir Sambyggð 18 og 20. Þar komi sitt hvort fjölbýlishúsið með 12 íbúðum í hvoru húsi. Hvort hús verði með tveimur stigagöngum og þá 6 íbúðir í hvorum stigagangi.
13. 1703042 - Rammaskipulag: Þorlákshöfn Norðursvæði.
Rammaskipulag norðursvæðis
Unnið er að gerð rammaskipulags fyrir svæðið norðan Selvogsbrautar, milli Ölfusbrautar og Vesturbakka. Einnig tekið á gamla bænum í Þorlákshöfn.
Svæðin verði þrjú. A er norðurhluti. Þar innan blönduð byggð, íbúðir, verslun, þjónusta, léttur iðnaður og opin svæði. Í gildandi aðalskipulagi Ölfus þá nær þessi reitur yfir svæði sem skilgreint er sem V2 og A1 (sjá kafla 2.1.3 og 2.1.4). Lögð er til breyting á þessu svæði þar sem skilgreint er opið svæði sem aðgreinir verslunar- og þjónustusvæði frá athafnasvæðinu. Stærðir reita breytast því að einhverju leyti við þetta. Hugmyndin er sú að búa til grænt belti sem aðskilur verslunar- og þjónustusvæði frá athafnasvæði og uppland hafnarsvæðis. Þar verður landnotkun blönduð með þjónustulóðum og jafnvel íbúðir á efri hæðum. Græna beltið þjónar þá sem gönguleið og til útivistar. Reiturinn er óbyggður og er góður uppbyggingarkostur fyrir verslun- og þjónustu í bland við íbúðabyggð og skal það skilgreint nánar í deiliskipulagi. Meðfram Ölfusbrautinni er gert ráð fyrir að götumyndin breytist þar sem Ölfusbrautin verði gerð að bæjargötu með hjólastíg, samsíða bílastæðum og breiðum gangstéttum. Landnotkun innan reitsins verður verslun og þjónusta, athafnasvæði og opið svæði.
B er miðsvæði. Þar innan verslun og þjónusta, íbúðir og bæjargata. Að hluta til óbyggður reitur, þá sér í lagi norðan Selvogsbrautar. Deiliskipulag er í gildi fyrir hluta svæðisins, þ.e. miðsvæðis Þorlákshafnar. Lagt er til að endurskoða það deiliskipulag.
Innan reitsins er miðbæjarsvæði. Um er að ræða miðsvæði Þorlákshafnar og megin verslunargötu bæjarins. Stefnumörkun snýr því að miklu leyti um að skapa skemmtilegt bæjarrými með blandaða byggð þar sem áhersla er lögð á gott aðgengi, góðar göngu- og hjólaleiðir og þéttari byggð.
Lögð verði sérstök áhersla á götumynd og yfirborð gatna til þess að afmarka og skilgreina miðbæjarsvæði. Góðar og breiðar gangstéttar, aðskildar hjólaleiðir og fjölbreytta götulýsingu. Gert er ráð fyrir að beina sem mestri verslun og gistiþjónustu á miðsvæðið til að styrkja svæðið. Íbúðir verði leyfðar á efri hæðum.
C er núverandi, gamli bærinn. Þar innan íbúðahverfi og græn útivistarsvæði. Íbúðarhverfi (hluti Brautarhverfis) og græn útivistarsvæði. Deiliskipulag í gildi fyrir vesturhluta svæðisins (miðbærinn í Þorlákshöfn) samþykkt 27.3.2008. Stefnumörkun fyrir þetta svæði snýst um að bæta ásýnd og umhverfi svæðisins. Að stuðla að bættum samgöngum fyrir gangandi og hjólandi og gera þær að öruggum, raunhæfum og aðlaðandi kosti fyrir sem flesta samfélagshópa.
Þar sem um elstu hluta bæjarins er að ræða þá er lagt til að:
? benda á sérstakar götumyndir og hús sem vert væri að varðveita
? að hafa sjálfbærni að leiðarljósi

Svæðið er að mestu fullbyggt en lögð er til stækkun á svæðinu til austurs á milli Oddabrautar og Reykjabrautar þar sem hægt er að koma fyrir 4-6 lóðum. Nýjar byggingar verði í samræmi við aðliggjandi hús og byggðin haldi þannig yfirbragði sínu.

Ekki hefur farið fram húsakönnun en við gerð deiliskipulags skal hún fara fram. Mögulega hafa einhverjar húsaraðir hafa ákveðið gildi sem heild. Ákveðið varðveislugildi kemur þó ekki í veg fyrir enduruppbyggingu á lóðum ef nýjar byggingar styrkja þá eiginleika sem hafa varðveislugildi.
14. 1711025 - Umsókn um lóð Klængsbúð 21-23
Umsókn um lóð Klængsbúð 21-23
Emil H. Pétursson, kt. 180742-4099 sækir um parhúsalóðina Klængsbúð 21-23.
Þór Emilsson vék af fundi.
Afgreiðsla: Málið rætt. Afgreiðslu frestað í samræmi við grein 2.03 í vinnureglum við úthlutun lóða. Næsta lóðaúthlutun verður 11. desember 2017.
15. 1708003 - Bílastæði stórir bílar
Bílastæði fyrir stóra bíla.
Tillaga til umræðu um bílastði fyrir stóra bíla. Kvartanir hafa komið frá íbúum um óþægindi af því að stórum bifreiðum er lagt í húsagötur.
Rætt um heppilega staðsetningu.
Afgreiðsla:Unnið verði að því að koma upp einu plani fyrir stærri bíla, utan íbúðasvæða, og það kynnt fyrir íbúum bæjarins.
16. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka.
Móttöku- og flokkunarstöð, deiliskipulag
Deiliskipulag fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka var í auglýsingu til 3. nóvember s.l.
Athugasemdir komu frá nokkrum aðilum sem ræddar voru á fundinum.Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?