Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 26

Haldinn hafnarhúsi,
06.12.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1608016 - Þorlákshöfn: Umferðar- og öryggismál á hafnarsvæðinu
Hafnarstjórn samþykkti á fundi 23. mars sl. að ganga til samninga við Verslunartækni ehf. um uppsetningu á myndavélaeftirlitskerfi við höfnina.

Fyrir liggur tilboð í næsta áfanga myndavélavæðingar við höfnina.

Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í uppsetningu á myndavélum í samstarfi við Verslunartækni.
2. 1611042 - Þorlákshöfn: Ferjusiglingar
Hafnarstjóri hefur unnið úttekt um stöðu mála hvað varðar landtengingu við rafmagn fyrir stærri skip í Þorlákshöfn, með sérstakri skoðun á Mykinesi. Slík tenging væri mikið framfararskref fyrir höfnina. Það eru margir jákvæðir þættir sem hægt er að horfa til í þessu sambandi, s.s. það að minnka kolefnisspor starfseminnar, umhyggja fyrir umhverfinu bæði hvað varðar loftgæði og hljóðmengun, bætt vinnuaðstaða fyrir vélstjóra skipa vegna viðhaldsvinnu og ekki hvað síst almenn jákvæð umræða um höfnina.

Helstu niðurstöður úttekarinnar eru eftirfarandi:

- Landtengibúnaður í skipinu er gerður til að nota 300A og er hann eingöngu notaður þegar skipið er í þurrkví.
- Þegar skipið liggur við bryggju er lágmarksnotkun þess 650A, þannig að landtengibúnaður um borð er helmingi of lítill og þyrfti að svera lagnir að töflu og stækka landtengirofa. Þetta yrði að gera í viðgerðarstoppi.
- Tenglar á bryggju eru stærstir 125A. Heimtaug að bryggju er 650A þannig að skipið tæki allan tiltækan straum.
- Leggja þyrfti sér taug frá spennistöð RARIK að skipi.

Ekki er búið að kostnaðargreina verkefnið en ljóst er að þetta felur í sér nokkurn kostnað.

Hafnarstjórn tekur vel í tillöguna og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Vegna aukinna umsvifa við höfnina er sýnt að stækka verður geymsluplön, aðallega vegna innflutnings bíla og stærri tækja.

Hafnarstjóra, bæjarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að vinna áfram að tillögum um geymsluplön í samræmi við umræður.

Hafnarstjórn samþykkir að tæplega 3 ha. plan ofan smábátahafnar verði sléttað og á það verði borið fínt yfirlag.
4. 1711003 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Þorlákshafnar 2018-2021
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar Þorlákshafnar 2018-2021 ásamt gjaldskrá hafnarinnar. Helstu forsendur og niðurstöðutölur eru eftirfarandi:

Almennt hækkar einingaverð í gjaldskrá um 2,2% frá fyrra ári en engar efnislegar breytingar eru gerðar á gjaldskránni.

Gjaldskrá fyrir árið 2018 samþykkt samhljóða.

Rekstrarniðurstaða 2018 er áætluð jákvæð 49,2 m.kr., veltufé frá rekstri 90,1 m.kr., fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 133,5 m.kr. Sjá nánar í greinargerð með fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun 2018-2021 samþykkt samhljóða.
5. 1506071 - Þorlákshöfn: Kynningar- og markaðsmál
Seatrade Cruise Global 2018 skemmtiferðaskipasýningin verður haldin í Fort Lauderdale 6.-8. mars nk.

Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa Þorlákshafnar á sýninguna.
Mál til kynningar
6. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Hafnarstjstjóri greindi frá framkvæmdum við dýpkun innsiglingarinnar sem hófst 27. nóvember sl. Framkvæmdin gengur vel og er á áætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?